Sport

Varnarmaður fékk fimmtán milljarða samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Khalil Mack er ríkur maður og einn grimmasti varnarmaður NFL-deildarinnar.
Khalil Mack er ríkur maður og einn grimmasti varnarmaður NFL-deildarinnar. Vísir/Getty
Það eru ekki bara sóknarmennirnir sem fá ríkulega borgað í NFL-deildinni því félög eru einnig tilbúin að greiða varnarmönnum ofurlaun.

Besta og nýjasta dæmið um það er sex ára samningur varnarmannsins Khalil Mack sem skrifaði undir samning við Chicago Bears um helgina.

Khalil Mack var leikmaður Oakland Raiders en fór í verkfall til að þvinga fram betri samning. Niðurstaðan var að forráðamenn Oakland Raiders skiptu honum til Chicago Bears liðsins.

Chicago Bears bauð kappanum síðan sögulegan samning eða 141 milljón dollara fyrir sex ár eða 15,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði auðvitað já strax.





Khalil Mack er öruggur um að fá 90 milljónir af þessum 141 sama hvort hann meiðist illa eða ekki. Hann fékk líka 60 milljónir dollara borgaðar út strax sem samsvarar rúmur 6,4 milljörðum íslenskra króna.

Khalil Mack er 27 ára gamall og hefur verið í hópi bestu varnarmanna NFL-deildarinnar síðustu ár en hann var valinn varnarmaður ársins 2016.

Með þessum samningi er Khalil Mack hæstlaunaðist varnarmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Þess má geta að Aaron Donald, sem hafði gert 135 milljón dollara samning við Los Angeles Rams einum degi fyrr, var bara sá hæstlaunaðasti í sögu NFL í einn dag.







NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×