Enski boltinn

Neymar hefur enga trú á Liverpool: Sjáðu spána hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar hefur litla trú á Roberto Firmino og félögum hans í Liverpool. Hér fagna þeir marki á Anfield í undirbúningsleik fyrir HM í sumar.
Neymar hefur litla trú á Roberto Firmino og félögum hans í Liverpool. Hér fagna þeir marki á Anfield í undirbúningsleik fyrir HM í sumar. Vísir/Getty
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hjá Paris Saint-Germain hefur ekki mikla trú á Liverpool liðinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Liverpool er með fullt hús eftir fjórar umferðir og er að margra mati að gera sig líklegt til að berjast við Manchester City um enska meistaratitilinn.

Manchester City var með yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en Liverpool styrkti sig mikið í sumar og fékk heimsklassa markvörð meðal annars í markið.

Neymar er að fara að mæta Liverpool í Meistaradeildinni og hvort að þessi spá hans sé tilraun til að gera lítið úr Liverpool eða draga tennurnar úr liðinu þá er þessi spá hans vissulega athyglisverð. ESPN sagði frá henni á Twitter-síðu sinni.





Neymar spáir því að Manchester City vinni aftur enska meistaratitilinn og að Manchester United verði aftur í öðru sæti. Hann spáir síðan að Chelsea taki sæti Liverpool með fjögurra efstu liðanna og að Tottenham endi svo í fjórða sæti.

Neymar er heldur ekki með Arsenal inn á topp fjórum en knattspyrnustjóri Arsenal er Unai Emery, gamli stjóri Neymar hjá Paris Saint-Germain.

Fyrsti leikur Neymar og félaga í Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni er einmitt á móti Liverpool á Anfield 18. september næstkomandi.

Það verður sérstaklega gaman að sjá hvað Neymar geri í þessum leik og hvort hann í framhaldinu breyti eitthvað skoðun sinni á styrkleika Liverpool liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×