Umsvif við Skógafoss trufla ekki Landvernd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. september 2018 07:00 Kvikmyndagerðarfólki er uppálagt að taka tilliti til erlendra ferðamanna sem flestir komi bara einu sinni á ævinni að skoða Skógafoss. Fréttablaðið/Eyþór „Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira