Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2018 06:06 Donald Trump í Hvíta húsinu í gær þar sem hann ræddi meðal annars greinina í New York Times. vísir/epa Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. Greinina skrifar nafnlaus, háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu en hann lýsir því hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Á Twitter í gær velti Trump því upp hvort að skrif embættismannsins væru landráð og krafðist þess að New York Times gæfi upp nafn mannsins. Spurði hann hvort að þessi embættismaður væri í raun eða hvort blaðið væri hreinlega að búa hann til. „Ef að þessi huglausa manneskja er til þá verður Times að gefa stjórnvöldum nafn hennar vegna öryggis ríkisins,“ skrifaði Trump á Twitter.TREASON? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Spáði því að New York Times og CNN myndu fara á hausinn Þá tjáði Trump sig um einnig um málið í Hvíta húsinu. Þar spáði hann því að þegar tímabili hans á forsetastóli lyki, sem væri vonandi eftir sex og hálft ár, væru bæði New York Times og CNN farin á hausinn vegna þess að þau myndu ekki lengur „hafa neitt til að skrifa um.“ „Þeim líkar ekki við Donald Trump og mér líkar ekki við þá því þeir eru óheiðarlegir,“ sagði forsetinn um fjölmiðlana tvo. Um leið og nafnlausa greinin birtist fóru af stað sögusagnir á samfélagsmiðlum, á meðal fjölmiðlamanna og innan Hvíta hússins um hver embættismaðurinn gæti verið og reyndu einhverjir að greina orðalagið til að finna einhverjar vísbendingar. New York Times hefur hins vegar ekkert gefið upp um hver embættismaðurinn er og hvort hann vinni í Hvíta húsinu og/eða hvort hann hafi beinan aðgang að Trump.The Failing New York Times! pic.twitter.com/SHsXvYKpBf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Hafði samband við blaðið í gegnum þriðja aðila Í frétt á vef Guardian er vísað í Brian Stelter, fréttamann á CNN, sem greindi frá því að höfundur hefði notað þriðja aðila fyrir nokkrum dögum til þess að hafa samband við Jim Dao, ritstjóra aðsendra greina hjá New York Times. Stelter sagði að Dao hefði sagt sér að einungis örfáir innan ritstjórnar vissu hver embættismaðurinn væri og að ýmsar varúðarráðstafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að nafn hans yrði opinberað. Grein embættismannsins er ansi sláandi en hann fullyrðir meðal annars að ríkisstjórn Trump hafi jafnvel íhugað að koma honum frá. Þá staðhæfir hann að Trump standi frammi fyrir ógn við forsetatíð hans sem enginn annar leiðtogi Bandaríkjanna hefur upplifað í seinni tíð. Rannsóknin á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússneska útsendara sé ekki aðeins ástæðan eða að flokkur hans gæti misst meirihluta sinn í neðri deild bandaríska þingsins.Does the so-called “Senior Administration Official” really exist, or is it just the Failing New York Times with another phony source? If the GUTLESS anonymous person does indeed exist, the Times must, for National Security purposes, turn him/her over to government at once! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. 5. september 2018 15:41 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. Greinina skrifar nafnlaus, háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu en hann lýsir því hvernig hann ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Trump vinna á bak við tjöldin að því að stöðva hluta af stefnumálum og hemja verstu hvatir hans. Á Twitter í gær velti Trump því upp hvort að skrif embættismannsins væru landráð og krafðist þess að New York Times gæfi upp nafn mannsins. Spurði hann hvort að þessi embættismaður væri í raun eða hvort blaðið væri hreinlega að búa hann til. „Ef að þessi huglausa manneskja er til þá verður Times að gefa stjórnvöldum nafn hennar vegna öryggis ríkisins,“ skrifaði Trump á Twitter.TREASON? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Spáði því að New York Times og CNN myndu fara á hausinn Þá tjáði Trump sig um einnig um málið í Hvíta húsinu. Þar spáði hann því að þegar tímabili hans á forsetastóli lyki, sem væri vonandi eftir sex og hálft ár, væru bæði New York Times og CNN farin á hausinn vegna þess að þau myndu ekki lengur „hafa neitt til að skrifa um.“ „Þeim líkar ekki við Donald Trump og mér líkar ekki við þá því þeir eru óheiðarlegir,“ sagði forsetinn um fjölmiðlana tvo. Um leið og nafnlausa greinin birtist fóru af stað sögusagnir á samfélagsmiðlum, á meðal fjölmiðlamanna og innan Hvíta hússins um hver embættismaðurinn gæti verið og reyndu einhverjir að greina orðalagið til að finna einhverjar vísbendingar. New York Times hefur hins vegar ekkert gefið upp um hver embættismaðurinn er og hvort hann vinni í Hvíta húsinu og/eða hvort hann hafi beinan aðgang að Trump.The Failing New York Times! pic.twitter.com/SHsXvYKpBf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018Hafði samband við blaðið í gegnum þriðja aðila Í frétt á vef Guardian er vísað í Brian Stelter, fréttamann á CNN, sem greindi frá því að höfundur hefði notað þriðja aðila fyrir nokkrum dögum til þess að hafa samband við Jim Dao, ritstjóra aðsendra greina hjá New York Times. Stelter sagði að Dao hefði sagt sér að einungis örfáir innan ritstjórnar vissu hver embættismaðurinn væri og að ýmsar varúðarráðstafanir hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að nafn hans yrði opinberað. Grein embættismannsins er ansi sláandi en hann fullyrðir meðal annars að ríkisstjórn Trump hafi jafnvel íhugað að koma honum frá. Þá staðhæfir hann að Trump standi frammi fyrir ógn við forsetatíð hans sem enginn annar leiðtogi Bandaríkjanna hefur upplifað í seinni tíð. Rannsóknin á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússneska útsendara sé ekki aðeins ástæðan eða að flokkur hans gæti misst meirihluta sinn í neðri deild bandaríska þingsins.Does the so-called “Senior Administration Official” really exist, or is it just the Failing New York Times with another phony source? If the GUTLESS anonymous person does indeed exist, the Times must, for National Security purposes, turn him/her over to government at once! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. 5. september 2018 15:41 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Trump og félagar berjast gegn bók Woodward Eftir hæga byrjun eru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komnir á fullt í að gagnrýna nýja bók blaðamannsins Bob Woodward sem heitir Ótti. 5. september 2018 15:41
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45
Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hans Í sláandi grein ónafngreinds embættismanns í ríkisstjórn Trump er fullyrt að forsetinn sé siðlaus en starfsmenn Hvíta hússins geri hvað þeir geti til að hemja verstu tilhneigingar hans. 5. september 2018 21:02