Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. september 2018 13:00 Bryggjan leit dagsins ljós að nýju fyrir skömmu eftir áratuga veru neðanjarðar. Mynd/Reykjavíkurborg Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018 Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira