Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 13:45 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist viss um að fara með sigur í málinu. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03
Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26
Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00