Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 17:41 Aðskilnaður barna frá foreldrum sínum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna olli miklum mótmælum í sumar. Trump-stjórnin vill nú leysa málið með því að fá heimild til að loka börnin inni með foreldrum sínum ótímabundið. Vísir/EPA Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33