Innlent

Gangnamaður féll af hestbaki

Birgir Olgeirsson skrifar
Það var á þriðja tímanum sem björgunarsveitin á Þórshöfn var kölluð út vegna gangnamanns sem hafði dottið af hestbaki á Hvammsheiði.
Það var á þriðja tímanum sem björgunarsveitin á Þórshöfn var kölluð út vegna gangnamanns sem hafði dottið af hestbaki á Hvammsheiði. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst um miðjan dag í dag þriðja útkallið vegna slysa á fólki utan alfaraleiðar. Það var á þriðja tímanum sem björgunarsveitin á Þórshöfn var kölluð út vegna gangnamanns sem hafði dottið af hestbaki á Hvammsheiði.

Hópur frá björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn lagði af stað á vettvang á björgunarsveitabíl ásamt sjúkraflutningamönnum. Aka þurfti um 30 km langa leið á seinförum vegi til að komast að slasaða gangnamanninum. Það var nú um klukkan hálf fimm sem þeir komu að honum og er hann nú á leið með þeim til móts við sjúkrabíl og lækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×