Innlent

Herþotur bannaðar á flugsýningu vegna samnings um engin hernaðarumsvif

Birgir Olgeirsson skrifar
Borgarstjóri var afdráttarlaus í fyrra þegar kanadísk herþota sýndi listir sínar.
Borgarstjóri var afdráttarlaus í fyrra þegar kanadísk herþota sýndi listir sínar. Vísir/Sigurjón
Tveimur ítölskum herþotum var meinað frá því að taka þátt í Flugsýningunni í Reykjavík í dag. Var það gert vegna samningar á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013. Í þeim samningi er ákvæði um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er.

Greint var frá því í Facebook-hópnum Fróðleiksmolar um flug að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði bannað flug þessara herþota í tengslum við flugsýninguna í Reykjavíkurborg.

Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi borgarinnar segir í samtali við Vísi að herþoturnar hafi væntanlega ekki verið með á sýningunni í dag vegna þessa ákvæðis í samningnum.

Dagur var afdráttarlaus í fyrra  þegar kanadísk F-18 herþota sýndi listar sínar og flaug lágflugi yfir borgina sem olli mikilli hávaðamengun. Sagði hann það skýrt brot á ákvæðum samningsins um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri.

Bjarni segir í samtali við Vísi að auk þess að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er þá hafi verið mikill ófriður af flug kanadísku herþotunnar í fyrra og margir ósáttir við það, líkt og Vísir greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×