Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2018 07:56 Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. Vísir/ap Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, sóttist eftir því á föstudag að þagnarsamkomulagið sem hann gerði við Stormy Daniels yrði fellt úr gildi. Hann skyldi rifta samningnum með því skilyrði að Daniels borgaði aftur peningana sem Cohen lét hana fá í skiptum fyrir þögn hennar um meint ástarsamband Daniels og Donalds Trump. Í réttarsal í síðasta mánuði gekkst Cohen við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því bendlaði Cohen fyrrverandi umbjóðanda sinn við kosningasvik. Fyrr á árinu stefndi Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði að þagnarsamkomulagið væri merkingarlaust með öllu í ljósi þess að Trump sjálfur hefði aldrei skrifað undir það. Trump sá sér leik á borði í gær og sagði að þetta væri rétt hjá Daniels, hann hefði aldrei verið aðili að þessum samningi. Charles Harder, lögmaður forsetans, sagði í gær fyrir hönd umbjóðanda síns að hann myndi ekki mótmæla staðhæfingu Daniels. Þagnarsamkomulagið hefði í raun aldrei verið myndað og ætti því að vera fellt úr gildi. Þetta kom fram í bréfi frá lögmanninum sem er hluti af dómsskjölum í málinu.Avenatti, lögmaður Stormy Daniels, segir Bandaríkjaforseta vera örvæntingafullan. Viðbrögð hans sýni fram á að Trump geri allt sem hann getur til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum.vísir/apMichael Avenatti, lögmaður Daniels, segir þó að „uppátæki“ þeirra Cohens og Trumps hverfi ekki sí svona. „Ég hef ástundað lögmennsku í tæpa tvo áratugi. Ég hef aldrei séð varnaraðila eins hræddan um að vera steypt af stóli og Donald Trump og sér í lagi fyrir mann sem þykist vera eitthvað harður í horn að taka,“ segir Avenatti sem telur Trump vera örvæntingarfullan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52