„Við erum ekki sáttar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2018 18:52 Guðlaug M. Sigurðardóttir er í samninganefnd ljósmæðra. Mynd/Skjáskot „Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27
Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46