Hélt uppteknum hætti og iðrast ekki kynferðismaka við þroskaskerta stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 15:19 Vigfús viðurkenndi að hafa ítrekað haft samræði við konuna. Hann taldi það hafa verið með hennar vilja. Konan glímir við þroskaskerðingu. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson Vigfús Jóhannsson, fyrrverandi bocciaþjálfari, tjáði þroskaskertri konu um tvítugt að ef hún segði frá kynmökum þeirra þá væri hún í vondum málum. Hún hafði ekki kjark til að mótmæla honum og ekki heldur til að segja eiginkonu hans frá. Þetta kemur fram í dómi yfir Vigfúsi en hann var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann segir þau hafa haft kymmök með fullu samþykki ungu konunnar en hann hafi litið svo á að þau væru í ástarsambandi. Ákæran á hendur Vigfúsi lýsti ellefu tilfellum þar sem hann á að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konuna í alls ellefu skipti á eins árs tímabili eða allt þar til hún leitaði til lögreglu í júní 2015. Þá sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi mannsins en skýrði nánar frá brotum hans í skýrslutöku síðar á árinu. Vigfús sagðist hafa kynnst konuna þegar hann fór að fylgja dóttur sinni á boccia æfingar hjá íþróttafélaginu Akri árið 2012. Þau hefðu fljótt orðið vinir, fyrst í gegnum Facebook og svo farið að tala saman og orðið trúnaðarvinir. Upp úr því hafi þróast samband.Tjáði konunni að honum liði illa Unga konan lýsir kynnum þeirra á allt annan veg. Hann hafi beðið hana að hitta sig eftir æfingar því honum liði svo illa. Hún hafi orðið við því en hann þá látið hana gera ýmislegt gegn hennar vilja sem hún hefði ekki haft kjark til að neita. Vigfúsi og konunni ber saman um að þau hafi fyrst haft kynmök, eins og segir í dómnum, árið 2014 þegar hún heimsótti Vigfús og fjölskyldu hans í sumarbústað. Þær hafi borðað með fjölskyldu hans en Vigfús og konan svo farið tvö í gönguferð í skóg. Þar hafi Vigfús haft samræði við konuna og ekki notað getnaðarvarnir, hvorki þá né síðar. Þeim ber einnig saman um að Vigfús hafi margsinnis haft kynmök við konuna fram á næsta sumar. Vigfús segir kynmökin ávallt hafa verið með fullu samþykki. Hún segir Vigfús hafa þvingað hana til þess, hún hefði ekki haft kjark til að mótmæla og heldur ekki til að segja konunni hans frá.Margoft samræði Tiltekin voru ellefu skipti þar sem Vigfús var sakaður um að hafa brotið á konunni. Játaði hann í um helming tilfella en neitaði hinum. Gegn neitun hans töldust brot hans ósönnuð í nokkur skipti en þó sannað að hann hefði margoft haft samræði við konuna. Vigfús lýsti fyrir dómi áralangri reynslu af vinnu á sambýli fyrir þroskaskerta. Hann taldi konuna lítið þroskaskerta en sagði hana þó skorta orðaforða og skilning. Hann spyrði hana því reglulega hvort hún skildi hann. Einnig lýsti hann því að hann hefði veitt henni margvíslega aðstoð og barist fyrir því að hún fengi aðstoð. Hann hafi farið með henni til að fá aðstoð réttindagæslumanns fatlaðra. Vigfús kvaðst hafa farið með henni á fundi hjá réttindagæslumanni, fjölskyldusviði og í læknisheimsóknir, til að geta útskýrt fyrir henni ef hún skyldi ekki eitthvað. Þá hafi hann kennt henni að vaska upp og þrífa og einnig að elda, svo sem að sjóða kartöflur og steikja kjöt. Þá útvegaði hann henni íbúð til leigu í janúar 2015. Hún hafi fengið aðstoð inn á heimilið og kvað hann það hafa verið sitt álit að hún hefði þurft þá aðstoð meira en einu sinni í viku, t.d. við innkaup og eldamennsku. Þá hefði hún fengið bíl í hans eigu til afnota.Ekki fær að sporna við þrýstingi Sálfræðingur var fenginn til að leggja mat á þroskaskerðingu konunnar. Hann sagði þroskahömlunina væga en þó væri ekki um vægt ástand að ræða. Sálfræðingurinn sagði að þeir sem hitti stúlkuna, sjái ekki endilega strax að hún glími við fötlun. Hins vegar geti þeim sem kynnist henni ekki dulist fötlunin. Erfiðleikar hennar feldust einkum í veikum málskilningi, rökhugsun og félagslegri aðlögun. Var það mat sálfræðingsins að unga konan hefði ekki verið fær um að sporna við þrýstingi af hálfu Vigfúsar. Of mikill munur hefði verið á stöðu hennar enda hefði hún verið honum háð. Réttargæslumaður fatlaðra lýsti því að áhyggjur hefði verið af samskiptum þeirra eftir að vitni urðu að óeðlilegum samskiptum þeirra á bocciamóti þar sem Vigfús hefði leitt hana og faðmað. Þrjú íþróttafélög hefðu tilkynnt þessa óeðlilegu hegðun. Þá hefði Vigfús alltaf mætt með konunni í viðtöl, ráðlagt henni og sjálfur viljað gerast persónulegur talsmaður hennar. Réttargæslumaðurinn var efins um þá ráðstöfun og hringdi sérstaklega í ungu konuna til að spyrja. Hún sagði það hennar vilja en sagði síðar að Vigfús hefði setið við hlið hennar.Lýsti ýmsum annmörkum Var það samdóma álit matmanns, sálfræðings og tveggja þroskaþjálfara sem báru vitni fyrir dómi að konan hefði verið í sérstakri áhættu fyrir misnotkun af hálfu sterkari aðila. Hún glímdi við fötlun, ætti erfitt með að að taka sjálfstæðar ákvarðarnir auk þess sem skilningur á máli og félagslegum aðstæðum væri verulega skertur. Réttargæslumaður fatlaðra lýsti því að hann hefði farið sérstaklega yfir mörk í samskiptum þjálfara og iðkenda með Vigfúsi eftir að hafa fengið tilkynningu um óeðlilega hegðun hans á fyrrnefndu móti. Þó að ákærði hafi borið fyrir dómi að hann teldi stúlkuna lítið fatlaða lýsti hann einnig ýmsum annmörkum hennar, m.a. að hann hefði oft þurft að spyrja sérstaklega hvort hún skildi það sem hann segði við hana. Þá hefði hann farið með henni á fundi og til læknis til að tryggja að hún skildi það sem þar væri sagt. Í því ljósi taldi dómurinn útilokað að Vigfúsi hefði getað dulist að stúlkan væri ófær um að veita gilt samþykki fyrir því að eiga kynmök við ákærða sem var í yfirburðastöðu gagnvart henni. Taldist því sannað að Vigfús hefði notfært sér andlega fötlun stúlkunnar til að hafa margsinnis samræði við hana, þ.e. brot á annarri málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Sömuleiðis 198. grein laganna sem snýr að samræði með því að misnota aðstöðu sína gagnvart aðila sem er honum háður. Hélt uppteknum hætti eftir samtal Í niðurstöðu dómsins segir að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. „Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Ákærði kom sér fyrst í mjúkinn hjá brotaþola með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni. Þó ákærða hafi ekki getað dulist fötlun brotaþola og erfið aðstaða hennar hefur hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við ákærða um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Ákærði hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal,“ segir í dómnum. Var refsingin metin fjögurra ára fangelsi. Var hann jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni tvær milljónir í skaðabætur auk rúmlega þriggja milljóna króna í málskostnað.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir „Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Vigfús Jóhannsson, fyrrverandi bocciaþjálfari, tjáði þroskaskertri konu um tvítugt að ef hún segði frá kynmökum þeirra þá væri hún í vondum málum. Hún hafði ekki kjark til að mótmæla honum og ekki heldur til að segja eiginkonu hans frá. Þetta kemur fram í dómi yfir Vigfúsi en hann var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann segir þau hafa haft kymmök með fullu samþykki ungu konunnar en hann hafi litið svo á að þau væru í ástarsambandi. Ákæran á hendur Vigfúsi lýsti ellefu tilfellum þar sem hann á að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konuna í alls ellefu skipti á eins árs tímabili eða allt þar til hún leitaði til lögreglu í júní 2015. Þá sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi mannsins en skýrði nánar frá brotum hans í skýrslutöku síðar á árinu. Vigfús sagðist hafa kynnst konuna þegar hann fór að fylgja dóttur sinni á boccia æfingar hjá íþróttafélaginu Akri árið 2012. Þau hefðu fljótt orðið vinir, fyrst í gegnum Facebook og svo farið að tala saman og orðið trúnaðarvinir. Upp úr því hafi þróast samband.Tjáði konunni að honum liði illa Unga konan lýsir kynnum þeirra á allt annan veg. Hann hafi beðið hana að hitta sig eftir æfingar því honum liði svo illa. Hún hafi orðið við því en hann þá látið hana gera ýmislegt gegn hennar vilja sem hún hefði ekki haft kjark til að neita. Vigfúsi og konunni ber saman um að þau hafi fyrst haft kynmök, eins og segir í dómnum, árið 2014 þegar hún heimsótti Vigfús og fjölskyldu hans í sumarbústað. Þær hafi borðað með fjölskyldu hans en Vigfús og konan svo farið tvö í gönguferð í skóg. Þar hafi Vigfús haft samræði við konuna og ekki notað getnaðarvarnir, hvorki þá né síðar. Þeim ber einnig saman um að Vigfús hafi margsinnis haft kynmök við konuna fram á næsta sumar. Vigfús segir kynmökin ávallt hafa verið með fullu samþykki. Hún segir Vigfús hafa þvingað hana til þess, hún hefði ekki haft kjark til að mótmæla og heldur ekki til að segja konunni hans frá.Margoft samræði Tiltekin voru ellefu skipti þar sem Vigfús var sakaður um að hafa brotið á konunni. Játaði hann í um helming tilfella en neitaði hinum. Gegn neitun hans töldust brot hans ósönnuð í nokkur skipti en þó sannað að hann hefði margoft haft samræði við konuna. Vigfús lýsti fyrir dómi áralangri reynslu af vinnu á sambýli fyrir þroskaskerta. Hann taldi konuna lítið þroskaskerta en sagði hana þó skorta orðaforða og skilning. Hann spyrði hana því reglulega hvort hún skildi hann. Einnig lýsti hann því að hann hefði veitt henni margvíslega aðstoð og barist fyrir því að hún fengi aðstoð. Hann hafi farið með henni til að fá aðstoð réttindagæslumanns fatlaðra. Vigfús kvaðst hafa farið með henni á fundi hjá réttindagæslumanni, fjölskyldusviði og í læknisheimsóknir, til að geta útskýrt fyrir henni ef hún skyldi ekki eitthvað. Þá hafi hann kennt henni að vaska upp og þrífa og einnig að elda, svo sem að sjóða kartöflur og steikja kjöt. Þá útvegaði hann henni íbúð til leigu í janúar 2015. Hún hafi fengið aðstoð inn á heimilið og kvað hann það hafa verið sitt álit að hún hefði þurft þá aðstoð meira en einu sinni í viku, t.d. við innkaup og eldamennsku. Þá hefði hún fengið bíl í hans eigu til afnota.Ekki fær að sporna við þrýstingi Sálfræðingur var fenginn til að leggja mat á þroskaskerðingu konunnar. Hann sagði þroskahömlunina væga en þó væri ekki um vægt ástand að ræða. Sálfræðingurinn sagði að þeir sem hitti stúlkuna, sjái ekki endilega strax að hún glími við fötlun. Hins vegar geti þeim sem kynnist henni ekki dulist fötlunin. Erfiðleikar hennar feldust einkum í veikum málskilningi, rökhugsun og félagslegri aðlögun. Var það mat sálfræðingsins að unga konan hefði ekki verið fær um að sporna við þrýstingi af hálfu Vigfúsar. Of mikill munur hefði verið á stöðu hennar enda hefði hún verið honum háð. Réttargæslumaður fatlaðra lýsti því að áhyggjur hefði verið af samskiptum þeirra eftir að vitni urðu að óeðlilegum samskiptum þeirra á bocciamóti þar sem Vigfús hefði leitt hana og faðmað. Þrjú íþróttafélög hefðu tilkynnt þessa óeðlilegu hegðun. Þá hefði Vigfús alltaf mætt með konunni í viðtöl, ráðlagt henni og sjálfur viljað gerast persónulegur talsmaður hennar. Réttargæslumaðurinn var efins um þá ráðstöfun og hringdi sérstaklega í ungu konuna til að spyrja. Hún sagði það hennar vilja en sagði síðar að Vigfús hefði setið við hlið hennar.Lýsti ýmsum annmörkum Var það samdóma álit matmanns, sálfræðings og tveggja þroskaþjálfara sem báru vitni fyrir dómi að konan hefði verið í sérstakri áhættu fyrir misnotkun af hálfu sterkari aðila. Hún glímdi við fötlun, ætti erfitt með að að taka sjálfstæðar ákvarðarnir auk þess sem skilningur á máli og félagslegum aðstæðum væri verulega skertur. Réttargæslumaður fatlaðra lýsti því að hann hefði farið sérstaklega yfir mörk í samskiptum þjálfara og iðkenda með Vigfúsi eftir að hafa fengið tilkynningu um óeðlilega hegðun hans á fyrrnefndu móti. Þó að ákærði hafi borið fyrir dómi að hann teldi stúlkuna lítið fatlaða lýsti hann einnig ýmsum annmörkum hennar, m.a. að hann hefði oft þurft að spyrja sérstaklega hvort hún skildi það sem hann segði við hana. Þá hefði hann farið með henni á fundi og til læknis til að tryggja að hún skildi það sem þar væri sagt. Í því ljósi taldi dómurinn útilokað að Vigfúsi hefði getað dulist að stúlkan væri ófær um að veita gilt samþykki fyrir því að eiga kynmök við ákærða sem var í yfirburðastöðu gagnvart henni. Taldist því sannað að Vigfús hefði notfært sér andlega fötlun stúlkunnar til að hafa margsinnis samræði við hana, þ.e. brot á annarri málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Sömuleiðis 198. grein laganna sem snýr að samræði með því að misnota aðstöðu sína gagnvart aðila sem er honum háður. Hélt uppteknum hætti eftir samtal Í niðurstöðu dómsins segir að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. „Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Ákærði kom sér fyrst í mjúkinn hjá brotaþola með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni. Þó ákærða hafi ekki getað dulist fötlun brotaþola og erfið aðstaða hennar hefur hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við ákærða um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Ákærði hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal,“ segir í dómnum. Var refsingin metin fjögurra ára fangelsi. Var hann jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni tvær milljónir í skaðabætur auk rúmlega þriggja milljóna króna í málskostnað.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir „Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. 10. ágúst 2018 12:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37