Týndu börnin í verra ástandi en áður Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira