Valdakonur vega móti karlaveldi fortíðar Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 07:00 Ásdís Ólafsdóttir, sýningarstjóri nýrrar sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. „Við ákváðum að setja upp verk fjögurra núlifandi listamanna og láta þau kallast á við verk Halldórs Einarssonar sem tilheyra safneigninni,“ segir Ásdís Ólafsdóttir, sýningarstjóri nýrrar sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar varpa verk listamannanna Önnu Hallin, Birgis Snæbjörns Birgissonar, Guðjóns Ketilssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur nýju ljósi á tréskurð og teikningar Halldórs Einarssonar (1893-1977).Teikning eftir Önnu Hallin.„Halldór var fæddur í Brandshúsum í Flóa 1893, hann lærði tréskurð og teikningu og síðar gerði hann líka verk í marmara og stein. Hann flutti 1922 til Vesturheims en á efri árum flutti hann heim aftur og lést árið 1977 en áður gaf hann safninu verk sín, ásamt peningum. Það var önnur tveggja stofngjafa Listasafns Árnesinga,“ segir Ásdís. Hún kveðst hafa byrjað á að velja úr verkum Halldórs, svo hafi tekið við pælingar um hvað passaði best með þeim.Hár, hluti af stærra verki eftir Guðjón Ketilsson frá 2001, 26 cm í þvermál.„Guðjón Ketilsson er sá listamaður sem hvað mest hefur unnið í við. Hann er með gólfverk sem heitir Hár, annað verk nefnist Verkfærin og svo er skápur frá honum líka. Það passar vel, því Halldór vann við að skera út húsgögn í Bandaríkjunum. Hann skar einnig út dýr og plöntur enda bjó hann úti í skógi fyrir utan Chicago. Því var sterk náttúrutenging í að fá Rósu Sigrúnu Jónsdóttur hingað með textílverk, hún heklar meðal annars íslenskar lækningajurtir.“Hér hefur Rósa Sigrún beitt heklunálinni af snilld og skapað blóm og aðrar plöntur. Mynd/Páll Ásgeir ÁsgeirssonSíðan er það pólitíska deildin sem Ásdís lýsir. „Þótt Halldór byggi ytra fylgdist hann með því sem gerðist á Íslandi og í kringum 1960 skar hann út litlar standmyndir af þeim 52 þingmönnum sem kosnir voru á þing lýðveldisárið 1944. Okkur fannst því tilvalið að tefla fram myndum Birgis Snæbjörns Birgissonar af þingmönnum sem settust á þing 2013. Þeir eru allir ljóshærðir og bláeygir en þó er hægt að þekkja hvern og einn. Verkið nefnist Von, það er í eigu Listasafns Íslands og við fengum það lánað.“Tryggur, standmynd úr tré eftir Halldór Einarsson. 48x30 cm.Salurinn er tileinkaður valdinu og lýðræðinu. Þar eru einnig myndir eftir Halldór af fyrirmönnum og ýmsu fólki. Því var Anna Hallin fengin með postulínsfígúrur og blekteikningar, að sögn Ásdísar. „Anna gerði sérstakt verk fyrir sýninguna sem nefnist Valdakonur. Það eru brjóstmyndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Þær vega upp á móti karlaveldinu hans Halldórs úr fortíðinni.“ Sýningin Frá mótun til muna er í hluta safnsins. Kjarni hennar er heimildarmynd um námskeið í rakúbrennslu en einnig eru verk eftir níu leirlistamenn sem allir voru þátttakendur á námskeiðinu. Sýningarnar standa til 21. október. Þúsund gestir á öllum aldri heimsóttu þær fyrstu fjóra dagana. Nú á sunnudaginn, 26. ágúst, verður Ásdís þar með leiðsögn sem hefst klukkan 14. Listasafn Árnesinga er opið frá 12 til 18 alla daga, þar til í október þegar vetraropnun, sem er fimmtudaga til sunnudaga, tekur við. Aðgangur er ókeypis. Fornminjar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Við ákváðum að setja upp verk fjögurra núlifandi listamanna og láta þau kallast á við verk Halldórs Einarssonar sem tilheyra safneigninni,“ segir Ásdís Ólafsdóttir, sýningarstjóri nýrrar sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar varpa verk listamannanna Önnu Hallin, Birgis Snæbjörns Birgissonar, Guðjóns Ketilssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur nýju ljósi á tréskurð og teikningar Halldórs Einarssonar (1893-1977).Teikning eftir Önnu Hallin.„Halldór var fæddur í Brandshúsum í Flóa 1893, hann lærði tréskurð og teikningu og síðar gerði hann líka verk í marmara og stein. Hann flutti 1922 til Vesturheims en á efri árum flutti hann heim aftur og lést árið 1977 en áður gaf hann safninu verk sín, ásamt peningum. Það var önnur tveggja stofngjafa Listasafns Árnesinga,“ segir Ásdís. Hún kveðst hafa byrjað á að velja úr verkum Halldórs, svo hafi tekið við pælingar um hvað passaði best með þeim.Hár, hluti af stærra verki eftir Guðjón Ketilsson frá 2001, 26 cm í þvermál.„Guðjón Ketilsson er sá listamaður sem hvað mest hefur unnið í við. Hann er með gólfverk sem heitir Hár, annað verk nefnist Verkfærin og svo er skápur frá honum líka. Það passar vel, því Halldór vann við að skera út húsgögn í Bandaríkjunum. Hann skar einnig út dýr og plöntur enda bjó hann úti í skógi fyrir utan Chicago. Því var sterk náttúrutenging í að fá Rósu Sigrúnu Jónsdóttur hingað með textílverk, hún heklar meðal annars íslenskar lækningajurtir.“Hér hefur Rósa Sigrún beitt heklunálinni af snilld og skapað blóm og aðrar plöntur. Mynd/Páll Ásgeir ÁsgeirssonSíðan er það pólitíska deildin sem Ásdís lýsir. „Þótt Halldór byggi ytra fylgdist hann með því sem gerðist á Íslandi og í kringum 1960 skar hann út litlar standmyndir af þeim 52 þingmönnum sem kosnir voru á þing lýðveldisárið 1944. Okkur fannst því tilvalið að tefla fram myndum Birgis Snæbjörns Birgissonar af þingmönnum sem settust á þing 2013. Þeir eru allir ljóshærðir og bláeygir en þó er hægt að þekkja hvern og einn. Verkið nefnist Von, það er í eigu Listasafns Íslands og við fengum það lánað.“Tryggur, standmynd úr tré eftir Halldór Einarsson. 48x30 cm.Salurinn er tileinkaður valdinu og lýðræðinu. Þar eru einnig myndir eftir Halldór af fyrirmönnum og ýmsu fólki. Því var Anna Hallin fengin með postulínsfígúrur og blekteikningar, að sögn Ásdísar. „Anna gerði sérstakt verk fyrir sýninguna sem nefnist Valdakonur. Það eru brjóstmyndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Þær vega upp á móti karlaveldinu hans Halldórs úr fortíðinni.“ Sýningin Frá mótun til muna er í hluta safnsins. Kjarni hennar er heimildarmynd um námskeið í rakúbrennslu en einnig eru verk eftir níu leirlistamenn sem allir voru þátttakendur á námskeiðinu. Sýningarnar standa til 21. október. Þúsund gestir á öllum aldri heimsóttu þær fyrstu fjóra dagana. Nú á sunnudaginn, 26. ágúst, verður Ásdís þar með leiðsögn sem hefst klukkan 14. Listasafn Árnesinga er opið frá 12 til 18 alla daga, þar til í október þegar vetraropnun, sem er fimmtudaga til sunnudaga, tekur við. Aðgangur er ókeypis.
Fornminjar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira