Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 06:30 Ströng gæsla er við landamæri Ungverjalands við Serbíu. Hér sést hermaður við girðinguna. Nordicphotos/AFP Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hælisleitendum sem Ungverjar halda á landamærunum við Serbíu hefur verið neitað um mat. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) greindu frá í gær og segja yfirvöld í Ungverjalandi hafa hætt matargjöfum í upphafi mánaðar. „Ríkisstjórnin hefur sokkið í nýjar, ómanneskjulegar lægðir með því að neita fólki í haldi um mat,“ var haft eftir Lydiu Gall, rannsakanda samtakanna í Austur-Evrópu. „Þessi stefna sýnir algjöra vanvirðingu hvað velferð fólks varðar og virðist til þess gerð að neyða hælisleitendur til að draga áfrýjanir sínar til baka og yfirgefa Ungverjaland,“ sagði Gall enn fremur en um er að ræða hælisleitendur sem hafa áfrýjað höfnun umsókna sinna. HRW ræddi við lögmenn tveggja afganskra fjölskyldna og sýrlenskra bræðra sem eru á meðal þeirra sem hefur verið neitað um mat. Lögmennirnir sögðu meðal annars að þótt afgönsku börnin og móðir með barn á brjósti hafi fengið að borða hafi þeim verið meinað að deila matnum með fjölskyldunni. Ungverska Helsinkinefndin, mannréttindabaráttusamtök þar í landi, kærði mál afgönsku fjölskyldnanna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 10. ágúst komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ungverska ríkinu bæri að fæða fjölskyldurnar tvær og hefur kveðið upp sams konar dóma í þrígang síðan. Samkvæmt HRW hefur Ungverjalandsstjórn virt úrskurðina og farið eftir þeim. Hins vegar sé enn til staðar hætta á því að hælisleitendur verði sveltir í náinni framtíð. Tók Mannréttindavaktin dæmi um að prestinum Gabor Ivanyi hafi verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem hælisleitendunum er haldið þann 20. ágúst. Ivanyi var á leið með matarsendingu. Þá hélt Ungverska Helsinkinefndin því fram á Twitter á þriðjudag að einhleypri afganskri konu hafi verið neitað um mat eftir að umsókn hennar var hafnað. „Hún er áttundi skjólstæðingur okkar sem hefur þurft að þola þessa ómannúðlegu meðferð. Innflytjendastofnun vill ekki gefa henni mat þar til dómstólar krefja hana til þess.“ Innflytjendastofnun sagði í yfirlýsingu á mánudag að ekkert væri að finna í ungverskum lögum sem kvæði á um skuldbindingu yfirvalda til þess að sjá hælisleitendum í haldi fyrir mat. Þó er ljóst að Ungverjar eru aðilar ýmissa mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð fólks í haldi.Hörð afstaða Ríkisstjórn Viktors Orbán hefur beitt sér af hörku gegn flutningi hælisleitenda og flóttafólks til Ungverjalands allt frá því slíkum flutningum til Evrópu snarfjölgaði árið 2015. Strax sama ár reistu Ung- verjar til að mynda fjögurra metra háa og rúmlega 500 kílómetra langa girðingu á landamærunum við Serbíu og Króatíu. Þá voru ný lög samþykkt þar í landi í júní. Ólöglegt varð að „stuðla að ólöglegum flutningum“ til Ung- verjalands. Löggjöfin var harðlega gagnrýnd og sagði framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hana ólöglega. Feneyjanefnd Evrópuráðsins lýsti svo áhyggjum í júní í skýrslu sem lak til BBC af því að löggjöfin gerði starfsemi óháðra félagasamtaka ólöglega. Ungverjar hafa sömuleiðis neitað að taka á móti þeim flóttamönnum sem þeir eiga að taka á móti sam- kvæmt samþykktum meirihluta Evrópusambandsins. Orbán hefur sjálfur sagt að koma flóttafólks til Ungverjalands ógni þjóðaröryggi. „Við lítum ekki á þetta fólk sem íslamska flóttamenn heldur íslamskan innrásarher,“ sagði Orban við Bild í upphafi árs og bætti því við að hugsjónin um fjöl- menningarsamfélag væri blekking.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Ungverjaland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira