Vandinn færður á 1.482 barnafjölskyldur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Við vitum að það er að koma haust þegar við byrjum að heyra fréttir af sviknum loforðum meirihlutans í Reykjavík vegna innritunar í leikskóla og frístundaheimili. Á fundi skóla- og frístundaráðs voru kynntar sláandi tölur varðandi þann stóra vanda sem við er að etja í Reykjavíkurborg vegna manneklu.Svikin loforð Alls komast 128 börn ekki inn í leikskóla í haust. Það vantar 62 stöðugildi í leikskóla borgarinnar miðað við grunnstöðugildi í leikskólum og um 23 stöðugildi sem vantar í afleysingu. Það vantar um 34 stöðugildi í grunnskólana. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum. Þá fá 1.354 börn ekki pláss í frístund í upphafi skólaárs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans um að koma til móts við foreldra og dagvistun barna þeirra í kosningabaráttunni sl. vor hefur fátt gerst. Vandinn er raunverulegur og tugir foreldra í Reykjavík standa nú frammi fyrir því að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna aðgerðarleysis meirihlutans. Vandi borgarinnar er því færður á fjölskyldur ungra barna. Ástandið sem skapast hefur í leikskólum borgarinnar bitnar þó verst á börnunum. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum eða 211 starfsmenn. Því fá ekki 1.354 börn pláss í frístund í upphafi skólaárs. Einnig vantar um 34 stöðugildi í grunnskólum. Það lendir því meira álag á því fólki sem vinnur í þessum skólum. Því er ekki furða að kulnun í starfi sé stór vandi hjá þeim sem starfa í grunnskólum. Snúum vörn í sókn Stjórnmálamenn í borginni verða að átta sig á því að borgin þarf að fara að spila sókn svo að þeir fagmenntuðu starfsmenn sem eftir starfa hjá borginni í leik- og grunnskólum hverfi ekki til nágrannasveitarfélaganna. Þeir verða að standa við þau stóru loforð sem hafa verið gefin og hætta að velta vandanum á undan sér. Snúum vörn í sókn fyrir börnin okkar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Við vitum að það er að koma haust þegar við byrjum að heyra fréttir af sviknum loforðum meirihlutans í Reykjavík vegna innritunar í leikskóla og frístundaheimili. Á fundi skóla- og frístundaráðs voru kynntar sláandi tölur varðandi þann stóra vanda sem við er að etja í Reykjavíkurborg vegna manneklu.Svikin loforð Alls komast 128 börn ekki inn í leikskóla í haust. Það vantar 62 stöðugildi í leikskóla borgarinnar miðað við grunnstöðugildi í leikskólum og um 23 stöðugildi sem vantar í afleysingu. Það vantar um 34 stöðugildi í grunnskólana. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum. Þá fá 1.354 börn ekki pláss í frístund í upphafi skólaárs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans um að koma til móts við foreldra og dagvistun barna þeirra í kosningabaráttunni sl. vor hefur fátt gerst. Vandinn er raunverulegur og tugir foreldra í Reykjavík standa nú frammi fyrir því að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna aðgerðarleysis meirihlutans. Vandi borgarinnar er því færður á fjölskyldur ungra barna. Ástandið sem skapast hefur í leikskólum borgarinnar bitnar þó verst á börnunum. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum eða 211 starfsmenn. Því fá ekki 1.354 börn pláss í frístund í upphafi skólaárs. Einnig vantar um 34 stöðugildi í grunnskólum. Það lendir því meira álag á því fólki sem vinnur í þessum skólum. Því er ekki furða að kulnun í starfi sé stór vandi hjá þeim sem starfa í grunnskólum. Snúum vörn í sókn Stjórnmálamenn í borginni verða að átta sig á því að borgin þarf að fara að spila sókn svo að þeir fagmenntuðu starfsmenn sem eftir starfa hjá borginni í leik- og grunnskólum hverfi ekki til nágrannasveitarfélaganna. Þeir verða að standa við þau stóru loforð sem hafa verið gefin og hætta að velta vandanum á undan sér. Snúum vörn í sókn fyrir börnin okkar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar