Vandinn færður á 1.482 barnafjölskyldur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Við vitum að það er að koma haust þegar við byrjum að heyra fréttir af sviknum loforðum meirihlutans í Reykjavík vegna innritunar í leikskóla og frístundaheimili. Á fundi skóla- og frístundaráðs voru kynntar sláandi tölur varðandi þann stóra vanda sem við er að etja í Reykjavíkurborg vegna manneklu.Svikin loforð Alls komast 128 börn ekki inn í leikskóla í haust. Það vantar 62 stöðugildi í leikskóla borgarinnar miðað við grunnstöðugildi í leikskólum og um 23 stöðugildi sem vantar í afleysingu. Það vantar um 34 stöðugildi í grunnskólana. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum. Þá fá 1.354 börn ekki pláss í frístund í upphafi skólaárs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans um að koma til móts við foreldra og dagvistun barna þeirra í kosningabaráttunni sl. vor hefur fátt gerst. Vandinn er raunverulegur og tugir foreldra í Reykjavík standa nú frammi fyrir því að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna aðgerðarleysis meirihlutans. Vandi borgarinnar er því færður á fjölskyldur ungra barna. Ástandið sem skapast hefur í leikskólum borgarinnar bitnar þó verst á börnunum. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum eða 211 starfsmenn. Því fá ekki 1.354 börn pláss í frístund í upphafi skólaárs. Einnig vantar um 34 stöðugildi í grunnskólum. Það lendir því meira álag á því fólki sem vinnur í þessum skólum. Því er ekki furða að kulnun í starfi sé stór vandi hjá þeim sem starfa í grunnskólum. Snúum vörn í sókn Stjórnmálamenn í borginni verða að átta sig á því að borgin þarf að fara að spila sókn svo að þeir fagmenntuðu starfsmenn sem eftir starfa hjá borginni í leik- og grunnskólum hverfi ekki til nágrannasveitarfélaganna. Þeir verða að standa við þau stóru loforð sem hafa verið gefin og hætta að velta vandanum á undan sér. Snúum vörn í sókn fyrir börnin okkar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Við vitum að það er að koma haust þegar við byrjum að heyra fréttir af sviknum loforðum meirihlutans í Reykjavík vegna innritunar í leikskóla og frístundaheimili. Á fundi skóla- og frístundaráðs voru kynntar sláandi tölur varðandi þann stóra vanda sem við er að etja í Reykjavíkurborg vegna manneklu.Svikin loforð Alls komast 128 börn ekki inn í leikskóla í haust. Það vantar 62 stöðugildi í leikskóla borgarinnar miðað við grunnstöðugildi í leikskólum og um 23 stöðugildi sem vantar í afleysingu. Það vantar um 34 stöðugildi í grunnskólana. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum. Þá fá 1.354 börn ekki pláss í frístund í upphafi skólaárs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans um að koma til móts við foreldra og dagvistun barna þeirra í kosningabaráttunni sl. vor hefur fátt gerst. Vandinn er raunverulegur og tugir foreldra í Reykjavík standa nú frammi fyrir því að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna aðgerðarleysis meirihlutans. Vandi borgarinnar er því færður á fjölskyldur ungra barna. Ástandið sem skapast hefur í leikskólum borgarinnar bitnar þó verst á börnunum. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum eða 211 starfsmenn. Því fá ekki 1.354 börn pláss í frístund í upphafi skólaárs. Einnig vantar um 34 stöðugildi í grunnskólum. Það lendir því meira álag á því fólki sem vinnur í þessum skólum. Því er ekki furða að kulnun í starfi sé stór vandi hjá þeim sem starfa í grunnskólum. Snúum vörn í sókn Stjórnmálamenn í borginni verða að átta sig á því að borgin þarf að fara að spila sókn svo að þeir fagmenntuðu starfsmenn sem eftir starfa hjá borginni í leik- og grunnskólum hverfi ekki til nágrannasveitarfélaganna. Þeir verða að standa við þau stóru loforð sem hafa verið gefin og hætta að velta vandanum á undan sér. Snúum vörn í sókn fyrir börnin okkar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun