Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:23 Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“ Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“
Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent