Lífið

YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga

Sylvía Hall skrifar
Logan Paul og KSI njóta mikilla vinsælda á YouTube.
Logan Paul og KSI njóta mikilla vinsælda á YouTube. Skjáskot
YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI hafa staðið í deilum á internetinu síðastliðna mánuði og í gærkvöldi tóku þeir deilurnar skrefi lengra, en stjörnurnar mættust í boxbardaga í Manchester Arena í Englandi.

Yfir átján þúsund áhorfendur fylgdust með bardaganum í höllinni sjálfri og er talið að um hálf milljón hafi streymt bardaganum ólöglega. Viðburðurinn var kallaður sá stærsti í sögu internetsins.





Þá væsir ekki um þá félaga eftir bardagann, en þá er áætlað að þeir hafi grætt yfir 192 milljónir Bandaríkjadala á bardaganum sem skiptist jafnt á milli þeirra. Það eru rúmlega 20 milljarðar íslenskra króna.

KSI hafði áður tekið þátt í slíkum bardaga, en hann sigraði Joe Weller, aðra YouTube-stjörnu, í samskonar bardaga í febrúar síðastliðnum. Þá sagði hann alla mega skora á hann, og tók Logan Paul þeirri áskorun þegar hann var staddur í miðju hneykslismáli eftir að hann tók upp myndband af fórnarlambi sjálfsvígs í Aokigahara-skóginum í Japan, sem er þekktur fyrir sjálfsvíg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×