Af sanngirni og kennitölum í sjávarútvegi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Sjávarútvegur á Íslandi er ekki á nástrái, svo sem lesa mátti í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda Fréttablaðsins, á dögunum. Svo virðist sem það valdi henni hugarangri. Það sem verra er, að mati Kristínar, er að einstaka sjávarútvegsfyrirtæki, eða hluthafar þeirra, fjárfesta í öðrum rekstri. Fjárfestingar í öðru en kjarnarekstri ættu ekki að vera framandi þeim sem hafa fylgst með samtímasögunni af sæmilegri athygli. Ekki fyrir svo mörgum árum fjárfestu sumir í flestu því sem á vegi þeirra varð. Bönkum, búðum og fjölmiðlum, heima og að heiman. Með misjöfnum árangri þó. Frumvarp til laga um veiðigjald var lagt fram í vor og verður væntanlega lagt fram aftur í haust. Aðalástæða þess, að það var lagt fram, var sú, að ekki var heimild til þess að leggja á veiðigjald eftir 1. september í ár. Þá var það einnig tilgangur frumvarpsins að færa gjaldtökuna nær í tíma því álagt veiðigjald nú byggist á afkomu greinarinnar árið 2015. Síðan þá hefur gengi krónunnar styrkst mikið og mun minna fæst núna fyrir afurðirnar en fyrir þremur árum. Hin mikla styrking á gengi krónunnar sem orðið hefur var ekki fyrirséð, en það hefur að jafnaði verið um 24% sterkara á yfirstandandi fiskveiðiári en það var á árinu 2015. Þessa fjórðungs breytingu kallar Kristín „…?þegar gengi krónunnar?…, hreyfist aðeins?…“. Fjórðungs breyting er stórfelld, um það þarf ekki að hafa fleiri orð. En frumvarpið náði ekki fram að ganga þrátt fyrir augljósar réttarbætur og reikniregla veiðigjalds sem styðst við afkomu árið 2015 var framlengd til áramóta.Gengið skiptir máli Þegar haft er í huga að 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt úr landi, er augljóst að gengi íslensku krónunnar hefur mikið um það að segja hver afkoman er í greininni hverju sinni. Þess vegna er svo mikilvægt að færa gjaldtökuna nær í tíma. Og það verður að segjast alveg eins og er, að það verður að gera sér upp þekkingarleysi á eðli gjaldmiðla til þess að átta sig ekki á þessu samhengi. Rétt er að geta þess að sjávarútvegsfyrirtæki, eða önnur útflutningsfyrirtæki hér á landi, geta ekki skellt kostnaðarhækkun sem bundin er við Ísland út í verð afurða sinna eða þjónustu, líkt og fyrirtæki í samkeppni innanlands geta gert. Sem rökstuðning fyrir því að sjávarútvegur sé ekki á nástrái, kýs Kristín að nýta eina kennitölu; arðsemi eigna. Val á þessari kennitölu verður að telja nokkuð misráðið, hvort heldur það stafi af ásetningi eða vanþekkingu á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, nema hvort tveggja sé. Tvennt er við þetta að athuga. Í fyrsta lagi er varhugavert að nota kennitöluna til að bera saman ólíkar atvinnugreinar þar sem eignasamsetning er mjög ólík þeirra á milli. Samanburður í þessa veru gefur því engar vísbendingar. Í öðru lagi er íslenski fiskiskipaflotinn enn gamall, þrátt fyrir töluverðar, en hvergi nægilegar, fjárfestingar á umliðnum árum. Stór hluti flotans hefur því verið afskrifaður. Af þessum sökum eru veltuberandi eignir í bókhaldi sjávarútvegs oft og tíðum ekki miklar miðað við umfang rekstrar. Það leiðir til þess að arðsemi eigna verður jafnan töluvert hátt hlutfall og síst lýsandi við mat á rekstrarlegri stöðu sjávarútvegs. Í þessu samhengi er einnig rétt að árétta að sjávarútvegur telur ekki eitt, tvö eða þrjú stórfyrirtæki. Um eitt þúsund aðilar nýta sjávarauðlindina og greiða veiðigjald. Fjárhagsleg staða þeirra er æði misjöfn, en allir þessir aðilar skapa sannanlega störf og virðisauka fyrir samfélagið. Gjaldtaka úr hófi mun einfaldlega fækka þessum aðilum. Erfiðar aðstæður Líkt og fram hefur komið í skýrslum Deloitte umliðin ár, má telja óumdeilt að aðstæður í sjávarútvegi eru verulega erfiðar – og hafa raunar ekki verið verri síðan fyrir árið 2009. Á milli áranna 2015 og 2016 varð 22% samdráttur í EBITDA í sjávarútvegi og samkvæmt nýlegri skýrslu Deloitte, sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, er gert ráð fyrir 3,6-7,7% samdrætti í EBITDA á milli áranna 2016 og 2017. Árið 2015 var hagnaður frá rekstri í sjávarútvegi 42 milljarðar króna, en árið 2016 var hann 26 milljarðar króna. Miðað við áðurgreinda skýrslu Deloitte má ráðgera að hagnaður frá rekstri árið 2017 hafi verið enn minni, en þær tölur ættu að liggja fyrir á næstu vikum. Sjávarútvegur hefur á umliðnum árum lagt verulega til nauðsynlegs og heilbrigðs hagvaxtar hér á landi. Þeim sem fá skilið hvað skapar hagsæld ætti því að vera áhyggjuefni hversu verulega sverfur að atvinnugreinum sem leggja henni til mikilvæg lóð á vogarskálar. Kristín klykkir út með því að segja að ná verði sátt um „sanngjarnt“ gjald á sjávarútveginn og gjaldið eigi að nota til þess að reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Því ber að geta þess að sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi greiddu í tekjuskatt og veiðigjald hátt í 100 milljarða króna á árunum 2012-2017. Þeir peningar hafa meðal annars runnið til þeirra málefna sem útgefandinn tiltekur. Ef svo fer fram sem horfir eru raunar líkur á að hluti af þeim renni til þess að styrkja sjálfstæða fjölmiðla. Það er að segja, ef tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá því í vor, ná fram að ganga.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ekki á nástrái Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. 18. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur á Íslandi er ekki á nástrái, svo sem lesa mátti í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda Fréttablaðsins, á dögunum. Svo virðist sem það valdi henni hugarangri. Það sem verra er, að mati Kristínar, er að einstaka sjávarútvegsfyrirtæki, eða hluthafar þeirra, fjárfesta í öðrum rekstri. Fjárfestingar í öðru en kjarnarekstri ættu ekki að vera framandi þeim sem hafa fylgst með samtímasögunni af sæmilegri athygli. Ekki fyrir svo mörgum árum fjárfestu sumir í flestu því sem á vegi þeirra varð. Bönkum, búðum og fjölmiðlum, heima og að heiman. Með misjöfnum árangri þó. Frumvarp til laga um veiðigjald var lagt fram í vor og verður væntanlega lagt fram aftur í haust. Aðalástæða þess, að það var lagt fram, var sú, að ekki var heimild til þess að leggja á veiðigjald eftir 1. september í ár. Þá var það einnig tilgangur frumvarpsins að færa gjaldtökuna nær í tíma því álagt veiðigjald nú byggist á afkomu greinarinnar árið 2015. Síðan þá hefur gengi krónunnar styrkst mikið og mun minna fæst núna fyrir afurðirnar en fyrir þremur árum. Hin mikla styrking á gengi krónunnar sem orðið hefur var ekki fyrirséð, en það hefur að jafnaði verið um 24% sterkara á yfirstandandi fiskveiðiári en það var á árinu 2015. Þessa fjórðungs breytingu kallar Kristín „…?þegar gengi krónunnar?…, hreyfist aðeins?…“. Fjórðungs breyting er stórfelld, um það þarf ekki að hafa fleiri orð. En frumvarpið náði ekki fram að ganga þrátt fyrir augljósar réttarbætur og reikniregla veiðigjalds sem styðst við afkomu árið 2015 var framlengd til áramóta.Gengið skiptir máli Þegar haft er í huga að 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt úr landi, er augljóst að gengi íslensku krónunnar hefur mikið um það að segja hver afkoman er í greininni hverju sinni. Þess vegna er svo mikilvægt að færa gjaldtökuna nær í tíma. Og það verður að segjast alveg eins og er, að það verður að gera sér upp þekkingarleysi á eðli gjaldmiðla til þess að átta sig ekki á þessu samhengi. Rétt er að geta þess að sjávarútvegsfyrirtæki, eða önnur útflutningsfyrirtæki hér á landi, geta ekki skellt kostnaðarhækkun sem bundin er við Ísland út í verð afurða sinna eða þjónustu, líkt og fyrirtæki í samkeppni innanlands geta gert. Sem rökstuðning fyrir því að sjávarútvegur sé ekki á nástrái, kýs Kristín að nýta eina kennitölu; arðsemi eigna. Val á þessari kennitölu verður að telja nokkuð misráðið, hvort heldur það stafi af ásetningi eða vanþekkingu á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, nema hvort tveggja sé. Tvennt er við þetta að athuga. Í fyrsta lagi er varhugavert að nota kennitöluna til að bera saman ólíkar atvinnugreinar þar sem eignasamsetning er mjög ólík þeirra á milli. Samanburður í þessa veru gefur því engar vísbendingar. Í öðru lagi er íslenski fiskiskipaflotinn enn gamall, þrátt fyrir töluverðar, en hvergi nægilegar, fjárfestingar á umliðnum árum. Stór hluti flotans hefur því verið afskrifaður. Af þessum sökum eru veltuberandi eignir í bókhaldi sjávarútvegs oft og tíðum ekki miklar miðað við umfang rekstrar. Það leiðir til þess að arðsemi eigna verður jafnan töluvert hátt hlutfall og síst lýsandi við mat á rekstrarlegri stöðu sjávarútvegs. Í þessu samhengi er einnig rétt að árétta að sjávarútvegur telur ekki eitt, tvö eða þrjú stórfyrirtæki. Um eitt þúsund aðilar nýta sjávarauðlindina og greiða veiðigjald. Fjárhagsleg staða þeirra er æði misjöfn, en allir þessir aðilar skapa sannanlega störf og virðisauka fyrir samfélagið. Gjaldtaka úr hófi mun einfaldlega fækka þessum aðilum. Erfiðar aðstæður Líkt og fram hefur komið í skýrslum Deloitte umliðin ár, má telja óumdeilt að aðstæður í sjávarútvegi eru verulega erfiðar – og hafa raunar ekki verið verri síðan fyrir árið 2009. Á milli áranna 2015 og 2016 varð 22% samdráttur í EBITDA í sjávarútvegi og samkvæmt nýlegri skýrslu Deloitte, sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, er gert ráð fyrir 3,6-7,7% samdrætti í EBITDA á milli áranna 2016 og 2017. Árið 2015 var hagnaður frá rekstri í sjávarútvegi 42 milljarðar króna, en árið 2016 var hann 26 milljarðar króna. Miðað við áðurgreinda skýrslu Deloitte má ráðgera að hagnaður frá rekstri árið 2017 hafi verið enn minni, en þær tölur ættu að liggja fyrir á næstu vikum. Sjávarútvegur hefur á umliðnum árum lagt verulega til nauðsynlegs og heilbrigðs hagvaxtar hér á landi. Þeim sem fá skilið hvað skapar hagsæld ætti því að vera áhyggjuefni hversu verulega sverfur að atvinnugreinum sem leggja henni til mikilvæg lóð á vogarskálar. Kristín klykkir út með því að segja að ná verði sátt um „sanngjarnt“ gjald á sjávarútveginn og gjaldið eigi að nota til þess að reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Því ber að geta þess að sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi greiddu í tekjuskatt og veiðigjald hátt í 100 milljarða króna á árunum 2012-2017. Þeir peningar hafa meðal annars runnið til þeirra málefna sem útgefandinn tiltekur. Ef svo fer fram sem horfir eru raunar líkur á að hluti af þeim renni til þess að styrkja sjálfstæða fjölmiðla. Það er að segja, ef tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá því í vor, ná fram að ganga.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS
Ekki á nástrái Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. 18. ágúst 2018 07:00
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun