Ferðamenn sorgmæddir vegna alls ruslsins á Suðurlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:36 Rachel McAfee þótti leiðinlegt að sjá allt þetta rusl við náttúruperlurnar á Suðurlandi. facebook Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira