Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 10:06 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar. MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bandaríska leikkonan Rose McGowan biðlar til ítölsku leikkonunnar og fyrrverandi vinkonu sinnar Asiu Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein. Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. Sjálf sakaði Argento Weinstein um að hafa nauðgað sér seint á tíunda áratugnum. „Allir geta bætt sig – ég vona að þú getir það líka. Breyttu rétt. Vertu heiðarleg. Vertu sanngjörn. Láttu réttvísina fram ganga. Vertu manneskjan sem þú vildir að Harvey [Weinstein] hefði verið,“ segir í lokaorðum yfirlýsingar McGowan vegna ásakana leikarans Jimmy Bennett á hendur Argento. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér. McGowan og Argento hafa verið í forsvari fyrir #MeToo-hreyfinguna og voru báðar með þeim fyrstu til að stíga fram og saka fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. Þær urðu einnig nánar vinkonur í baráttu sinni síðustu mánuði. Í síðustu viku viðurkenndi Argento að hafa greitt Bennett um 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Fyrirsætan Rain Dove og leikkonan Rose McGowan byrjuðu saman fyrr á þessu ári.Vísir/getty Í yfirlýsingu McGowan kemur fram að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá segir McGowan að smáskilaboð milli Argento og ónefnds vinar hennar, sem TMZ birti í síðustu viku og fjallað var um á Vísi, hafi verið á milli Argento og Dove. Í skilaboðunum segir Argento að Bennett hafi ítrekað sent henni nektarmyndir af sér síðan hann var 12 ára gamall. McGowan gagnrýnir Argento fyrir að hafa ekki tilkynnt um þessar sendingar Bennett. Dove lét lögreglu í Los Angeles síðar fá afrit af samskiptum þeirra Argento. McGowan var gagnrýnd harðlega fyrir fyrstu yfirlýsingu sína um málið, þar sem hún hvatti fólk til þess að fara blíðum höndum um Argento í kjölfar ásakananna. Argento þvertekur fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bennett. Þá hefur lögregla í Los Angeles málið til skoðunar.
MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Greint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. 21. ágúst 2018 08:53
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03