Upphitun: Eldheitir Ítalir á Monza Bragi Þórðarson skrifar 30. ágúst 2018 21:30 Fagnar Ferrari loks sigri fyrir framan stuðningsmenn sína? Vísir/Getty Formúlan heldur áfram um helgina og nú er komið að 14. umferðinni þar sem keppt verður á hinni sögufrægu Monza braut á Ítalíu. Ferrari er á heimavelli og vell stutt af ástríðufullum stuðningsmönnum. Eftir sigur Sebastian Vettel í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi er ítalska liðið sem stendur 15 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari hefur sýnt það í undanförnum keppnum að liðið er með hraðasta bílinn, það kom sérstaklega í ljós í Belgíu. Á Monza brautinni, rétt eins og Spa, er aðalatriðið að vera með góða og aflmikla vél. Mercedes hefur verið með aflmestu vélarnar undanfarin ár en nú er orðin breyting á, eins og Ferrari sýndi fyrir viku.Vettel var þriðji á Monza í fyrravísir/gettyLíkurnar eru því meiri heldur en minni á að rauðu bílarnir munu standa sig um helgina og trylla ítölsku áhorfendurnar, sem kallaðir eru tifosi. Fyrst var keppt á Monza árið 1921 og er það að sjálfsögðu Ferrari sem á flesta sigra á brautinni, 19 talsins. Liðið hefur þó ekki unnið á heimavelli síðan að Fernando Alonso vann á brautinni árið 2010. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og byrjar kappaksturinn klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlan heldur áfram um helgina og nú er komið að 14. umferðinni þar sem keppt verður á hinni sögufrægu Monza braut á Ítalíu. Ferrari er á heimavelli og vell stutt af ástríðufullum stuðningsmönnum. Eftir sigur Sebastian Vettel í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi er ítalska liðið sem stendur 15 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari hefur sýnt það í undanförnum keppnum að liðið er með hraðasta bílinn, það kom sérstaklega í ljós í Belgíu. Á Monza brautinni, rétt eins og Spa, er aðalatriðið að vera með góða og aflmikla vél. Mercedes hefur verið með aflmestu vélarnar undanfarin ár en nú er orðin breyting á, eins og Ferrari sýndi fyrir viku.Vettel var þriðji á Monza í fyrravísir/gettyLíkurnar eru því meiri heldur en minni á að rauðu bílarnir munu standa sig um helgina og trylla ítölsku áhorfendurnar, sem kallaðir eru tifosi. Fyrst var keppt á Monza árið 1921 og er það að sjálfsögðu Ferrari sem á flesta sigra á brautinni, 19 talsins. Liðið hefur þó ekki unnið á heimavelli síðan að Fernando Alonso vann á brautinni árið 2010. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og byrjar kappaksturinn klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira