Kjúklingapasta á fimmtán mínútum Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 20:30 Ómótstæðilegt kjúklingapasta að hættu Evu Laufeyjar. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir girnilegt kjúklingapasta á fimmtán mínútum. „Matur á korteri. Það gerist mjög oft á mínu heimili að allt í einu er klukkan orðin mjög margt og ég ekki einu sinni búin að hugsa út í það hvað við eigum að borða, þess vegna er frábært að eiga uppskriftir sem eru þannig að það tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Það þarf nefnilega alls ekki að stökkva á eftir næsta skyndibita þar sem það getur verið fljótlegra að gera einfaldan rétt heima við,“ segir Eva Laufey. Kjúklingapasta Hráefni (fyrir fjóra): 2 kjúklingabringur 400 g penne heilhveitipasta 1 msk ólífuolía Salt og pipar, magn eftir smekk Skvetta af sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1/2 kúrbítur 10 - 12 kirsuberjatómatar 1 skammtur basilíkupestó, uppskrift hér að neðan Parmesan ostur, magn eftir smekk Aðferð: Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum í vel söltu vatni. Skerið kjúklinabringurnar í tvennt, kryddið með salti og pipar og steikið upp úr olíu í um það bil fimm mínútur á hvorri hlið. Kreistið hálfa sítrónu yfir og bætið einu hvítlauksrifi út á pönnuna í lokin. Skerið niður kúrbít og kirsuberjatómata í tvennt, bætið út á pönnuna og léttsteikið þar til grænmetið er mjúkt í gegn. Útbúið pestóið samkvæmt uppskrift og aðferð hér að neðan. Skerið kjúklinginn í litla bita, bætið pestóinu saman við og kryddið gjarnan með meira af salti og pipar. Berið strax fram með nýrifnum parmesan. Gómsætt basilíkupestó 1 búnt basilíka • 100 g ristaðar furuhnetur • 50 g ferskur parmesan ostur • Safinn úr hálfri límónu • Salt og pipar, magn eftir smekk • 1-2 dl ólífuolía, magn eftir smekk Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni. Eva Laufey Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir girnilegt kjúklingapasta á fimmtán mínútum. „Matur á korteri. Það gerist mjög oft á mínu heimili að allt í einu er klukkan orðin mjög margt og ég ekki einu sinni búin að hugsa út í það hvað við eigum að borða, þess vegna er frábært að eiga uppskriftir sem eru þannig að það tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Það þarf nefnilega alls ekki að stökkva á eftir næsta skyndibita þar sem það getur verið fljótlegra að gera einfaldan rétt heima við,“ segir Eva Laufey. Kjúklingapasta Hráefni (fyrir fjóra): 2 kjúklingabringur 400 g penne heilhveitipasta 1 msk ólífuolía Salt og pipar, magn eftir smekk Skvetta af sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1/2 kúrbítur 10 - 12 kirsuberjatómatar 1 skammtur basilíkupestó, uppskrift hér að neðan Parmesan ostur, magn eftir smekk Aðferð: Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum í vel söltu vatni. Skerið kjúklinabringurnar í tvennt, kryddið með salti og pipar og steikið upp úr olíu í um það bil fimm mínútur á hvorri hlið. Kreistið hálfa sítrónu yfir og bætið einu hvítlauksrifi út á pönnuna í lokin. Skerið niður kúrbít og kirsuberjatómata í tvennt, bætið út á pönnuna og léttsteikið þar til grænmetið er mjúkt í gegn. Útbúið pestóið samkvæmt uppskrift og aðferð hér að neðan. Skerið kjúklinginn í litla bita, bætið pestóinu saman við og kryddið gjarnan með meira af salti og pipar. Berið strax fram með nýrifnum parmesan. Gómsætt basilíkupestó 1 búnt basilíka • 100 g ristaðar furuhnetur • 50 g ferskur parmesan ostur • Safinn úr hálfri límónu • Salt og pipar, magn eftir smekk • 1-2 dl ólífuolía, magn eftir smekk Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni.
Eva Laufey Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið