Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:15 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55