Innlent

Enginn fundur flugforstjóra

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Skúli Mogensen og Björgólfur Jóhannsson segist ekki hafa fundað.
Skúli Mogensen og Björgólfur Jóhannsson segist ekki hafa fundað. Vísir
Erfið staða íslensku flugfélaganna WOW air og Icelandair hefur valdið áhyggjum á undanförnum vikum eftir að Icelandair birti hálfsársuppgjör sitt á dögunum sem sýndi 6,3 milljarða króna tap og WOW greindi frá 2,3 milljarða króna tapi síðasta árs fyrr í sumar.

Það dylst því engum að brekka er í rekstrinum og ýmissa leiða leitað til að rétta af íslensku flugrisana.

Orðrómur hefur verið um að forstjórarnir Skúli Mogensen hjá WOW Air og Björgólfur Jóhannsson hjá Icelandair hafi sest niður á fundi til að ræða málin fyrir verslunarmannahelgi. Í ljósi aðstæðna á markaði hefur hinn meinti fundur því vakið forvitni.

Hvorugur forstjóranna vildi þó kannast við slíkan fund í samtali við Fréttablaðið og vísuðu þeir öllum orðrómi um annað til föðurhúsanna.




Tengdar fréttir

Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins

Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum.

Hærra verð forsenda þess að spá rætist

Greinendur segja stjórnendur Icelandair Group ekki mega treysta á að flugfargjöld hækki á síðari hluta ársins. Hagfræðingur Íslands- banka segir ekkert flugfélag vilja verða fyrst til þess að hækka verðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×