Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 11:30 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, fékk myndbandið sent seint í gærkvöldi. Mynd/Samsett Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. Myndband af atvikinu var birt á Vísi í dag en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi. Í myndbandinu sést bílstjóri strætisvagns á leið 51 til Reykjavíkur taka fram úr nokkrum bílum í brekku um Þrengslin. Framúrakstur er bannaður á vegkaflanum.Þvert á gildi um ábyrgan akstur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið ábendingu um myndbandið seint í gærkvöldi. „Þannig að það fyrsta sem ég gerði í morgun var að koma mér í samband við verktaka sem ekur leið 51 á Suðurlandi. Hann horfði á þetta og það voru sömu viðbrögð hjá honum og okkur, manni er brugðið þegar maður sér þetta,“ segir Guðmundur „Þetta er ekki aðeins brot á umferðarlögum heldur gengur líka þvert á öll gildi sem við setjum okkar vagnstjórum um ábyrgan akstur.“Strætisvagninn smeygði sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar Markússonar, sem tók myndbandið upp á bílamyndavél, og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt.Mynd/SkjáskotTaka strax á málinu Guðmundur segir að strax verði tekið á málinu en rætt verður við bílstjóra vagnsins í dag. Gert er ráð fyrir að hann hljóti áminningu vegna framúrakstursins. „Við hörmum þetta atvik en sem betur fer fór ekki verr í þessu tilviki. Verktakinn mun setjast niður með bílstjóranum í dag og við förum yfir þetta mál, það er tekið á þessu strax.“ Aðspurður segir Guðmundur það ekki algengt að Strætó berist myndskeið af þessu tagi vegna aksturs vagnanna á landsbyggðinni. „En við höfum alveg fengið ábendingar um aksturslag. Þær eru alltaf skráðar og þeim komið áfram.“ Eins og áður hefur komið fram var umferð beint um Þrengsli á föstudag vegna framkvæmda við malbikun á Hellisheiði. Þannig var ekki um hefðbundna leið 51 að ræða í umrætt skipti. Þá verður strætisvögnum áfram ekið um Þrengsli í dag vegna lokana á Suðurlandsvegi og Hellisheiði.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37