Guðni forseti segir fræðafólk ekki mega dvelja í fílabeinsturninum Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 16:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir / Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11