Leiðsögumanni blöskrar "forljótir kamrar“ á Þingvöllum Bergþór Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2018 21:00 Friðrik Rafnsson leiðsögumaður vakti athygli á slæmri umgengni á almenningskömrum á Þingvöllum í Facebook-færslu í gær. Mynd/Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“ Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira