Dýrkeypt andvaraleysi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2018 05:15 Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar