Óli lofar sóknarleik í kvöld: „Verðum að sækja og ætlum að herja á þá“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 13:00 Fagna Valsmenn í kvöld? vísir/anton Valsmenn spila seinni leik sinn gegn Sheriff frá Moldóvu á Hlíðarenda í kvöld í einvígi liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn töpuðu 1-0 ytra í fyrri leiknum. Valur spilaði góðan leik í Moldóvu fyrir viku en fékk á sig mark undir lok leiksins sem réð úrslitum. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði Valsmenn mögulega breyta um leikskipulag í kvöld. „Úti spiluðum við meiri varnarleik heldur en oft áður. Við erum 1-0 undir svo við verðum að sækja og ætlum að herja á þá,“ sagði Ólafur við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á opinni æfingu Vals í gær. „Leikurinn úti var í jafnvægi, við erum ekkert síðri en þetta lið og með möguleika til jafns við þá. Það datt inn hjá þeim eitt mark.“ Vinni Valur einvígið kemst liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ljóst er hver andstæðingurinn verður þar, lið Qarabag frá Aserbaísjan þar sem Hannes Þór Halldórsson stendur á milli stanganna. „Við þurfum allir að eiga okkar besta leik,“ sagði Birkir Már Sævarsson, varnarmaður Vals og íslenska landsliðsins. „Þetta er gott lið en við erum líka með gott lið.“ „Það væri ótrúlega gaman bara að komast áfram og extra skemmtilegt að fá að mæta Hannesi og mögulega slá hann út.“ Leikur Vals og Sheriff hefst klukkan 19:00 í kvöld á Origovellinum, Hlíðarenda. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
Valsmenn spila seinni leik sinn gegn Sheriff frá Moldóvu á Hlíðarenda í kvöld í einvígi liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn töpuðu 1-0 ytra í fyrri leiknum. Valur spilaði góðan leik í Moldóvu fyrir viku en fékk á sig mark undir lok leiksins sem réð úrslitum. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði Valsmenn mögulega breyta um leikskipulag í kvöld. „Úti spiluðum við meiri varnarleik heldur en oft áður. Við erum 1-0 undir svo við verðum að sækja og ætlum að herja á þá,“ sagði Ólafur við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á opinni æfingu Vals í gær. „Leikurinn úti var í jafnvægi, við erum ekkert síðri en þetta lið og með möguleika til jafns við þá. Það datt inn hjá þeim eitt mark.“ Vinni Valur einvígið kemst liðið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ljóst er hver andstæðingurinn verður þar, lið Qarabag frá Aserbaísjan þar sem Hannes Þór Halldórsson stendur á milli stanganna. „Við þurfum allir að eiga okkar besta leik,“ sagði Birkir Már Sævarsson, varnarmaður Vals og íslenska landsliðsins. „Þetta er gott lið en við erum líka með gott lið.“ „Það væri ótrúlega gaman bara að komast áfram og extra skemmtilegt að fá að mæta Hannesi og mögulega slá hann út.“ Leikur Vals og Sheriff hefst klukkan 19:00 í kvöld á Origovellinum, Hlíðarenda. Hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira