Verð, laun og lífshamingja Þórlindur Kjartansson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Af öllum þeim þúsundum eða tugþúsundum auglýsinga frá matvöruverslunum sem ég hef séð um ævina er ég viss um að ég gæti talið á fingrum annarrar handar tilvikin þegar reynt er að selja vörurnar á grundvelli gæða frekar en verðs. Það rímar auðvitað mjög vel við alla umfjöllun um neytendamál. Áherslan er alltaf langmest á verðið. Mikið kapp er lagt á að gera samanburð á milli ólíkra verslana og niðurstöðunum svo slegið upp í fréttum—41% verðmunur á smjörva, 81% verðmunur á frosnum kjúklingi, fimmfaldur verðmunur á kveikjarabensíni. Þeim sem best koma út úr svona könnunum er hampað en þeir dýrustu eru úthrópaðir sem okrarar. Samkeppnin verður því mikil um að bjóða besta verðið. Þetta gekk svo langt fyrir nokkrum árum að í nokkra daga voru verslanir farnar að selja mjólkurlítrann á eina krónu. Þá gripu samkeppnisyfirvöld inn í og þótti fullmikið af því góða.Magn eða gæði En þótt allir vilji vitaskuld fá sem mest fyrir minnst, þá segir verðið langt frá því alla söguna um það hvort maður gerir góð kaup eða ekki. Í Bandaríkjunum er til dæmis ákaflega ódýrt að kaupa tilbúinn mat, en þeir sem kaupa ódýrasta matinn fá líka nákvæmlega það sem þeir borga fyrir og gjalda þess í ónýtu heilsu- og holdafari. Þegar fólk veltir fyrir sér hvort það vilji kaupa tiltekna vöru, eða versla við ákveðna kaupmenn eða verslanir, þá kemur vitaskuld miklu meira inn í dæmið heldur en bara verðið á smjörva, frosnum kjúklingi og kveikjarabensíni. Góð og vingjarnleg þjónusta í þægilegu umhverfi skiptir máli. Umhverfi verslunarinnar sjálfrar; hvernig manni líður inni í búðinni, hversu auðvelt er að finna bílastæði, hversu lengi maður þarf að bíða í röð til að borga og hvort búðin sé opin þegar maður þarf á henni að halda. Allir þessir þættir ráða miklu um það hvort fólk verslar í þessari versluninni eða hinni. Og svo eruð það auðvitað gæði vörunnar. Það hrósar enginn happi yfir því að kaupa ódýrustu grillsteikina ef hún er svo seig og þránuð þegar kemur að því að grilla hana. Lægsta verðið getur stundum verið ávísun á verstu kaupin, eins og þeir vita mætavel sem kunna að njóta humars og hvítvíns á fallegum sumarkvöldum. Þá dettur ekki nokkrum manni í hug að gera verðsamanburð. Ó, nei—þar gilda gæðin ein.Auðvelt að mæla En úr því það eru svona margir ólíkir þættir sem ráða því hvort manni finnst maður borga sanngjarnt eða ósanngjarnt verð fyrir tiltekna vöru—hví er þá öll áherslan alltaf á verðið en ekkert annað? Það er líklega vegna þess að það er mjög einfalt að bera saman tvær tölur. Ef kílóið af súpukjöti hækkaði í dag, þá sjáum við það greinilega af því verðmiðinn er hærri í dag en í gær. En hvað ef súpukjötið í dag er betra en súpukjötið í gær? Það er miklu erfiðara að mæla það. Og jafnvel ennþá erfiðara er að leggja mat á hversu vingjarnlegt eða hranalegt viðmót starfsmanna er, eða hvort maður hittir á skemmtilegra fólk á einum staðnum heldur en öðrum. Og í ofanálag er fólk alls ekki sammála um það. Áherslan er sem sagt á verðið af því það er sá þáttur sem langauðveldast er að mæla án þess að þvæla flóknum og afstæðum sjónarmiðum inn í jöfnuna. Það er ekki smekksatriði að meta hvort er hærri tala 1.299 eða 1.799.Laun og lífsgæði Umræða um kjaramál er gjarnan svipuðu marki brennd. Ótalmargir þættir hafa veruleg áhrif á það hversu vel okkur líður í vinnunni, en áherslan er oftast nær eingöngu á launatölurnar. Auðvitað er eðlilegt að allir vilji sem hæst laun fyrir vinnuna sína en það er líklega mikilvægara að reyna að leggja mat á ýmsa aðra þætti sem hafa afgerandi áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. Hvers virði er það að vera ánægður með samstarfsfólkið, hafa sanngjarna yfirmenn, vera metin(n) að verðleikum, njóta virðingar, hafa sjálfstraust og njóta sjálfstæðis í vinnunni? Og hversu mikil kjarabót er að þurfa ekki að sitja undir ósanngjarnri þvælu frá frekum viðskiptavinum eða yfirgangssömum silkihúfum? Hvers virði er að þurfa ekki að fá stein í magann þegar opnaður er tölvupóstur af ótta við dónalega framkomu, ósanngjarna gagnrýni eða almenna stæla og leiðindi? Í vikunni kom fram að bæði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, telja að leggja þurfi áherslu á alls konar mál sem varða almenn lífsgæði fólks í kjaraviðræðum vetrarins. Þetta er alveg örugglega bæði erfiðara og mikilvægara heldur en að einblína á krónutölur og prósentur. Við verjum drjúgum hluta ævinnar í vinnunni—það skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir lífshamingju okkar að þar líði okkur eins vel og mögulegt er; og þar ráða miklu fleiri þættir heldur en launatalan ein. Um það hljóta talsmenn bæði launafólks og atvinnurekenda að vera sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Af öllum þeim þúsundum eða tugþúsundum auglýsinga frá matvöruverslunum sem ég hef séð um ævina er ég viss um að ég gæti talið á fingrum annarrar handar tilvikin þegar reynt er að selja vörurnar á grundvelli gæða frekar en verðs. Það rímar auðvitað mjög vel við alla umfjöllun um neytendamál. Áherslan er alltaf langmest á verðið. Mikið kapp er lagt á að gera samanburð á milli ólíkra verslana og niðurstöðunum svo slegið upp í fréttum—41% verðmunur á smjörva, 81% verðmunur á frosnum kjúklingi, fimmfaldur verðmunur á kveikjarabensíni. Þeim sem best koma út úr svona könnunum er hampað en þeir dýrustu eru úthrópaðir sem okrarar. Samkeppnin verður því mikil um að bjóða besta verðið. Þetta gekk svo langt fyrir nokkrum árum að í nokkra daga voru verslanir farnar að selja mjólkurlítrann á eina krónu. Þá gripu samkeppnisyfirvöld inn í og þótti fullmikið af því góða.Magn eða gæði En þótt allir vilji vitaskuld fá sem mest fyrir minnst, þá segir verðið langt frá því alla söguna um það hvort maður gerir góð kaup eða ekki. Í Bandaríkjunum er til dæmis ákaflega ódýrt að kaupa tilbúinn mat, en þeir sem kaupa ódýrasta matinn fá líka nákvæmlega það sem þeir borga fyrir og gjalda þess í ónýtu heilsu- og holdafari. Þegar fólk veltir fyrir sér hvort það vilji kaupa tiltekna vöru, eða versla við ákveðna kaupmenn eða verslanir, þá kemur vitaskuld miklu meira inn í dæmið heldur en bara verðið á smjörva, frosnum kjúklingi og kveikjarabensíni. Góð og vingjarnleg þjónusta í þægilegu umhverfi skiptir máli. Umhverfi verslunarinnar sjálfrar; hvernig manni líður inni í búðinni, hversu auðvelt er að finna bílastæði, hversu lengi maður þarf að bíða í röð til að borga og hvort búðin sé opin þegar maður þarf á henni að halda. Allir þessir þættir ráða miklu um það hvort fólk verslar í þessari versluninni eða hinni. Og svo eruð það auðvitað gæði vörunnar. Það hrósar enginn happi yfir því að kaupa ódýrustu grillsteikina ef hún er svo seig og þránuð þegar kemur að því að grilla hana. Lægsta verðið getur stundum verið ávísun á verstu kaupin, eins og þeir vita mætavel sem kunna að njóta humars og hvítvíns á fallegum sumarkvöldum. Þá dettur ekki nokkrum manni í hug að gera verðsamanburð. Ó, nei—þar gilda gæðin ein.Auðvelt að mæla En úr því það eru svona margir ólíkir þættir sem ráða því hvort manni finnst maður borga sanngjarnt eða ósanngjarnt verð fyrir tiltekna vöru—hví er þá öll áherslan alltaf á verðið en ekkert annað? Það er líklega vegna þess að það er mjög einfalt að bera saman tvær tölur. Ef kílóið af súpukjöti hækkaði í dag, þá sjáum við það greinilega af því verðmiðinn er hærri í dag en í gær. En hvað ef súpukjötið í dag er betra en súpukjötið í gær? Það er miklu erfiðara að mæla það. Og jafnvel ennþá erfiðara er að leggja mat á hversu vingjarnlegt eða hranalegt viðmót starfsmanna er, eða hvort maður hittir á skemmtilegra fólk á einum staðnum heldur en öðrum. Og í ofanálag er fólk alls ekki sammála um það. Áherslan er sem sagt á verðið af því það er sá þáttur sem langauðveldast er að mæla án þess að þvæla flóknum og afstæðum sjónarmiðum inn í jöfnuna. Það er ekki smekksatriði að meta hvort er hærri tala 1.299 eða 1.799.Laun og lífsgæði Umræða um kjaramál er gjarnan svipuðu marki brennd. Ótalmargir þættir hafa veruleg áhrif á það hversu vel okkur líður í vinnunni, en áherslan er oftast nær eingöngu á launatölurnar. Auðvitað er eðlilegt að allir vilji sem hæst laun fyrir vinnuna sína en það er líklega mikilvægara að reyna að leggja mat á ýmsa aðra þætti sem hafa afgerandi áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. Hvers virði er það að vera ánægður með samstarfsfólkið, hafa sanngjarna yfirmenn, vera metin(n) að verðleikum, njóta virðingar, hafa sjálfstraust og njóta sjálfstæðis í vinnunni? Og hversu mikil kjarabót er að þurfa ekki að sitja undir ósanngjarnri þvælu frá frekum viðskiptavinum eða yfirgangssömum silkihúfum? Hvers virði er að þurfa ekki að fá stein í magann þegar opnaður er tölvupóstur af ótta við dónalega framkomu, ósanngjarna gagnrýni eða almenna stæla og leiðindi? Í vikunni kom fram að bæði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, telja að leggja þurfi áherslu á alls konar mál sem varða almenn lífsgæði fólks í kjaraviðræðum vetrarins. Þetta er alveg örugglega bæði erfiðara og mikilvægara heldur en að einblína á krónutölur og prósentur. Við verjum drjúgum hluta ævinnar í vinnunni—það skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir lífshamingju okkar að þar líði okkur eins vel og mögulegt er; og þar ráða miklu fleiri þættir heldur en launatalan ein. Um það hljóta talsmenn bæði launafólks og atvinnurekenda að vera sammála.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun