Innlent

Landið á milli tveggja lægða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það gæti orðið haustlegt á vesturhluta landsins í dag.
Það gæti orðið haustlegt á vesturhluta landsins í dag. Vísir/ernir
Landið er milli tveggja lægða um þessar mundir, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ein hægfara lægð er á leiðinni norðaustur af Langanesi en hin er suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs. Mun sú valda því að fer að rigna syðra í dag.

Á morgun lægir smám saman og léttir til en gengur á með norðvestankalda og skúrum norðaustan til fram á kvöld. Fremur svalt verður á norðanverðu landinu, en hlýtt syðra.

Á sunnudag snýst síðan í suðvestlæga átt með vætu á sunnan- og vestanverðu landinu og verður líklega sama uppi á teningnum í byrjun næstu viku, segir á vef Veðurstofu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Hæg suðvestanátt, skýjað og stöku skúrir, en þurrt A-lands. Hiti 10 til 15 stig.

Á mánudag:

Sunnan 3-10 og dálítil rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 9 til 15 stig.  Á miðvikudag: Sunnanátt og fer að rigna á S- og V-landi, en stöku skúrir NA-lands. Hiti 8 til 14 stig.

Á fimmtudag:

Norðlæg átt og rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×