Erlent

Pútín segir ESB að styrkja uppbyggingu Sýrlands til að fækka flóttamönnum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Pútín og Merkel ræddu heimsmálin í mikilli veðurblíðu.
Pútín og Merkel ræddu heimsmálin í mikilli veðurblíðu. Vísir/Getty
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvetur Evrópuþjóðir til að taka höndum saman um að reisa sýrlenskt samfélag úr rústum.

Nauðsynlegt sé að fjármagna enduruppbyggingu innviða Sýrlands til að flóttamenn geti snúið aftur til síns heima.

Ekki sé hægt að búast við að flóttamenn snúi aftur heim þegar ekkert rennandi vatn eða heilsugæsla sé á þeirra gömlu heimaslóðum.

Ummælin lét hann falla þegar hann var á leið til fundar með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Meseberg höllinni norður af Berlín.

Pútín benti á að fyrir utan þá flóttamenn sem hafi komist til Evrópu séu fimm milljónir sýrlenskra flóttamanna í grannríkjunum Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi.


Tengdar fréttir

Hætta við 200 milljón dala fjárveitingu til Sýrlands

Talskona Utanríkisráðuneytisins, Heather Nauert, sagði AP að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að aðrar þjóðir sem eru í bandalagi Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu hefðu veitt töluverðum fjármunum til uppbyggingarinnar í Sýrlandi.

Skiptast á árásum í Sýrlandi

Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×