Vopnaðir menn sátu fyrir bíl rússneskra blaðamanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2018 12:07 Sameinuðu þjóðirnar hafa sent um tólf þúsund friðargæsluliða sem eiga erfitt með að stöðva ofbeldið í Mið-Afríkulýðveldinu. Vísir/EPA Þrír rússneskir blaðamenn sem myrtir voru í umsátri í Mið-Afríkulýðveldinu á mánudaginn voru staddir þar í landi til að rannsaka umdeildan málaliðahóp Rússa. Unnu þeir fyrir samtök sem andstæðingur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, rekur. Málaliða hópnum Wagner PMC hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli.Wagner PMC var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Berjast víða um heimFregnir hafa borist af því að Wagner PMC hafi komið að innlimun Rússa á Krímskaga og að þeir sendi jafnvel málaliða til að berjast við hlið aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis berjast málaliðar fyrirtækisins í Sýrlandi og fyrr á árinu voru fjölmargir þeirra felldir í árás á herstöð SDF, bandamanna Bandaríkjanna, þar sem bandarískir hermenn voru staðsettir.Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einn þeirra sem fjármagnar Wagner PMC. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990.Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum.Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Rússneski blaðamaðurinn Maxim Borodin sem var að rannsaka Wagner PMC dó fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni í apríl og lést hann skömmu seinna.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fallBlaðamennirnir þrír sem myrtir voru á mánudaginn unnu, samkvæmt AFP, fyrir Investigations Management Centre. IMC er rannsóknarsamtök sem stofnuð voru af Mikhail Khodorkovsky. Hann var á árum áður auðjöfur í Rússlandi en var dæmdur í fangelsi eftir að hann lenti í deilum við yfirvöld landsins og býr hann nú í Bretlandi. Khodorkovsky er harður gagnrýnandi Pútín og hefur IMC margsinnis gefið út skýrslur þar sem háttsettir embættismenn Rússlands eru sakaðir um umfangsmikla spillingu.Reuters segir bílstjóra blaðamannanna hafa lifað umsátrið af. Blaðamenn ræddu við Henri Depele, bæjarstjóra Sibut, þar sem blaðamennirnir voru myrtir. Hann sagði bílstjórann hafa sagt frá því að skammt frá bænum hefðu vopnaðir menn setið fyrir bíl þeirra og hafið skothríð á hann. Blaðamennirnir hafi dáið samstundis.Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Mið-Afríkulýðveldinu á undanförnum árum. Rússar afhentu stjórnarhernum þar vopn í byrjun árs og munu málaliðar Wagner einnig hafa verið sendir á vettvang á sama tíma. Yfirvöld Rússlands neita þó að málaliðarnir taki við skipunum þeirra. Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Þrír rússneskir blaðamenn sem myrtir voru í umsátri í Mið-Afríkulýðveldinu á mánudaginn voru staddir þar í landi til að rannsaka umdeildan málaliðahóp Rússa. Unnu þeir fyrir samtök sem andstæðingur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, rekur. Málaliða hópnum Wagner PMC hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli.Wagner PMC var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Berjast víða um heimFregnir hafa borist af því að Wagner PMC hafi komið að innlimun Rússa á Krímskaga og að þeir sendi jafnvel málaliða til að berjast við hlið aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis berjast málaliðar fyrirtækisins í Sýrlandi og fyrr á árinu voru fjölmargir þeirra felldir í árás á herstöð SDF, bandamanna Bandaríkjanna, þar sem bandarískir hermenn voru staðsettir.Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einn þeirra sem fjármagnar Wagner PMC. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990.Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum.Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Rússneski blaðamaðurinn Maxim Borodin sem var að rannsaka Wagner PMC dó fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni í apríl og lést hann skömmu seinna.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fallBlaðamennirnir þrír sem myrtir voru á mánudaginn unnu, samkvæmt AFP, fyrir Investigations Management Centre. IMC er rannsóknarsamtök sem stofnuð voru af Mikhail Khodorkovsky. Hann var á árum áður auðjöfur í Rússlandi en var dæmdur í fangelsi eftir að hann lenti í deilum við yfirvöld landsins og býr hann nú í Bretlandi. Khodorkovsky er harður gagnrýnandi Pútín og hefur IMC margsinnis gefið út skýrslur þar sem háttsettir embættismenn Rússlands eru sakaðir um umfangsmikla spillingu.Reuters segir bílstjóra blaðamannanna hafa lifað umsátrið af. Blaðamenn ræddu við Henri Depele, bæjarstjóra Sibut, þar sem blaðamennirnir voru myrtir. Hann sagði bílstjórann hafa sagt frá því að skammt frá bænum hefðu vopnaðir menn setið fyrir bíl þeirra og hafið skothríð á hann. Blaðamennirnir hafi dáið samstundis.Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Mið-Afríkulýðveldinu á undanförnum árum. Rússar afhentu stjórnarhernum þar vopn í byrjun árs og munu málaliðar Wagner einnig hafa verið sendir á vettvang á sama tíma. Yfirvöld Rússlands neita þó að málaliðarnir taki við skipunum þeirra.
Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira