Innlent

Besta veðrið um Verslunarmannahelgina á Mýrarbolta í Bolungarvík

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fjölbreyttar hátíðir standa landsmönnum til boða um Verslunarmannahelgina. Best verður veðrið í Bolungarvík þar sem Evrópumótið í Mýrarbolta verður haldið en flestir munu sækja í rigninguna á Þjóðhátíð í Eyjum.

Sex hátíðir eru vinsælastar um helgina en best verður veðrið á Evrópumótinu í Mýrarbolta þar sem sólarvörn verður staðalbúnaður. Staðan er önnur á hinum hátíðum landsins þar sem útlit er fyrir rigningu.

Búist er við að fjölmennust verði Þjóðhátíð í Eyjum en 16.000 manns sóttu hátíðina í fyrra. Þar verða regnbuxur staðalbúnaður þegar sungið verður í brekkunni undir leiðsögn Ingó Veðurguðs.

Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.Vísir
Í Bolungarvík verður Evrópumótið í Mýrarbolta haldið í fimmtánda skipti en 400 manns tóku þátt í fyrra. Þá sagði mótshaldari í samtali við fréttastofu að skráningum hafi fjölgað töluvert eftir að í ljós kom að sólin verði mest á þeim landshluta.

Fyrir norðan verður bæjarhátíðin Ein Með Öllu haldin á Akureyri og er hún opin öllum án aðgangseyris. Á Neistaflugi á Neskaupsstað verður hægt að spreyta sig í hlaupi en þar verður Barðsneshlaupið vinsæla haldið á sunnudeginum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×