Innlent

Sigtryggur nýr aðstoðarmaður Sigurðar Inga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigtryggur Magnason.
Sigtryggur Magnason. Mynd/hallmar freyr
Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnamálaráðuneytinu.

Sigtryggur kemur í stað Ágústar Bjarna Garðarssonar og mun starfa sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga ásamt Ingveldi Sæmundsdóttur.

Sigtryggur hefur starfað við stefnumótun og hugmyndavinnu hjá Hvíta húsinu og þar áður sem listrænn stjórnandi hjá Íslensku auglýsingastofunni. 

Hann á að baki feril í blaðamennsku sem ritstjóri Dægurmálaútvarps Rásar 2, umsjónarmaður Helgarblaðs DV, ritstjóri Sirkuss Reykjavík og fastur pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu. Þá var hann aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra frá 2009-2010.

Sigtryggur hefur einnig fengist við ritstörf og hafa leikverk hans verið sett upp hér á landi og í Bandaríkjunum og hefur eitt verka hans verið gefið út í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×