Íssólgnir landsmenn láta veður ekki á sig fá Jónas Már Torfason skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Ísmaðurinn Daníel nýkominn úr ferð í Skagafjörð. Fréttablaðið/Þórsteinn Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira