Móðir Bin Laden tjáir sig í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 11:34 Osama Bin Laden. Vísir/Getty Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann. Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann.
Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira