Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 21:54 Frá Skaftá nú kvöld en hratt hefur vaxið í ánni í dag. Skjáskot/Dalamenn snappa Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“. Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“.
Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01