Erlent

Trump gerir lítið úr Lebron James

Samúel Karl Ólason skrifar
Lebron James og Donald Trump.
Lebron James og Donald Trump. Vísir/AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist að körfuboltamanninum Lebron James á Twitter í nótt. Gaf hann í skyn að James færi heimskur í kjölfar viðtals hans við Don Lemon á CNN, sem Trump kallaði „heimskasta manninn í sjónvarpi“. Tíst Trump endaði svo á yfirlýsingu um að forsetinn hefði kunnað vel við „Mike“, sem er án efa körfuboltamaðurinn fyrrverandi, Michael Jordan.

Ástæða þess að James var í sjónvarpsviðtali var að hann hafði nýverið opnað skóla fyrir ungmenni í heimabæ sínum, Akron í Ohio.

Þá var James spurður hvað honum þætti um árásir Trump á þeldökka íþróttamenn eins og Colin Kaepernick. James sagði forsetann vera að nota íþróttir til að tvístra bandarísku þjóðinni. Það virðist ekki hafa fallið í kramið í Hvíta húsinu.

Deilur þeirra ná þó lengra aftur. Í september kallaði James forsetann „ónytjung“ eftir að Trump dró til baka boð Golden State Warriors til Hvíta hússins þegar þeir unnu NBA úrslitin.



„Því fylgdi mikill heiður að fara til Hvíta hússins, áður en þó mættir þangað,“ sagði James. Hann hefur sömuleiðis oft sagt opinberlega að Trump skilji íbúa Bandaríkjanna engan veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×