Innlent

Hvasst í brekkunni á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Á morgun er spáð að vindur muni ganga í austan og vera um 13 til 18 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum og fylgir dálítil rigning vindinum.
Á morgun er spáð að vindur muni ganga í austan og vera um 13 til 18 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum og fylgir dálítil rigning vindinum. Vísir/Vilhelm
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og þá sérstaklega annað kvöld, vegna strekkingsvinds. Á morgun er spáð að vindur muni ganga í austan og vera um 13 til 18 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjum og fylgir dálítil rigning vindinum.

Á vef Veðurstofunnar er fólki ráðlagt að huga að lausamunum og illa stöguðum tjöldum. Þá er einnig bent á að veðrið verður varhugavert fyrir ökutæki og ökutæki með tengivagna þar sem hviður geta farið í 25 metra á sekúndu.



Annars er spáð fínu veðri um landið allt í dag.

Af vef Veðurstofu Íslands:

Hæg norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands. Vaxandi austanátt á morgun, 8-15 upp úr hádegi og hvassast NV-til og syðst á landinu. Austan 15-18 syðst á landinu seint annað kvöld með rigningu eða súld á köflum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast S- og V-lands, en heldur hlýnandi á N-landi á morgun.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):

Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á sunnanverðu Snæfellsnesi og við SA-ströndina, en hægari vindur NA-til og á S-landi. Skýjað og dálítil rigning um landið norðan- og austanvert, en bjart með köflum SV-lands. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast SV-lands, en svalast á annesjum á NV-landi.

Á þriðjudag:

Norðan 10-18, hvassast austast. Rigning á Norður- og Austurlandi, jafnvel talsverð á A-landi en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 9 stig fyrir norðan, en 9 til 14 stig syðra.

Á miðvikudag:

Hæg norðlæg átt, 10-15 austast, en annars hægari. Dálítil rigning norðaustantil, en annars skýjað með köflum og léttir til V-lands að deginum. Hiti 4 til 8 stig NA-til, en annars 7 til 15 stig og hlýjast á S-landi.

Á fimmtudag:

Lægir og léttir víða til, en hægt vaxandi suðaustanátt seinnipartinn og þykknar upp SV-til. Hiti 6 til 14 stig, svalast við NA-ströndina.

Á föstudag:

Suðaustanátt með rigningu SV- og V-lands, en lengst af bjart NA- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast NA-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×