Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2018 22:22 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar, vísar ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns VR til föðurhúsanna í einu og öllu. Minnihlutaflokkarnir og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýstu í sameiginlegri yfirlýsingu yfir áhyggjum af „þekkingarleysi“ Heiðu Bjargar á húsnæðismálum vegna orða sem hún lét falla í Vikulokunum á Rás 1. Í þættinum sagði Heiða Björg að þúsund íbúðir væru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Þetta er rangt,“ sagði í yfirlýsingunni minnihlutans og formanns VR. Heiða Björg svaraði svo fyrir sig á Facebook-síðu sinni í kvöld. „1. Reykjavíkurborg hefur úthlutað lóðum og greitt stofnframlög með yfir 1000 íbúðum óhagðaradrifinna húsnæðisfélaga. Meðal annars til Bjargs, byggingarfélags launafólks. Að halda öðru fram stangast á við staðreyndir eins og sjá má í meðfylgjandi umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og á meðfylgjandi mynd. 2. Það er beinlínis rangt að byggingarréttargjald standi í vegi fyrir byggingu félagslegs húsnæðis eins og fram kemur einnig í meðfylgjandi umsögn frjármálastjóra Reykjavíkur. Staðreyndin er sú að ekkert sveitarfélag í landinu stendur eins myndarlega að uppbyggingu félagslegs húsnæðis og húsnæðis í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og husnæðisfelög sem ekki eru rekin i hagnðarskyni, og Reykjavík gerir. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgasvæðinu kæmu að þessu málum með jafn öflugum hætti og Reykjavík væri hér enginn húsnæðisvandi. Ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er því vísað til föðurhúsanna í einu og öllu,“ segir í færslunni. Að neðan má sjá færslu Heiðu Bjargar og myndina sem hún vísar í í textanum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar, vísar ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns VR til föðurhúsanna í einu og öllu. Minnihlutaflokkarnir og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýstu í sameiginlegri yfirlýsingu yfir áhyggjum af „þekkingarleysi“ Heiðu Bjargar á húsnæðismálum vegna orða sem hún lét falla í Vikulokunum á Rás 1. Í þættinum sagði Heiða Björg að þúsund íbúðir væru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Þetta er rangt,“ sagði í yfirlýsingunni minnihlutans og formanns VR. Heiða Björg svaraði svo fyrir sig á Facebook-síðu sinni í kvöld. „1. Reykjavíkurborg hefur úthlutað lóðum og greitt stofnframlög með yfir 1000 íbúðum óhagðaradrifinna húsnæðisfélaga. Meðal annars til Bjargs, byggingarfélags launafólks. Að halda öðru fram stangast á við staðreyndir eins og sjá má í meðfylgjandi umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og á meðfylgjandi mynd. 2. Það er beinlínis rangt að byggingarréttargjald standi í vegi fyrir byggingu félagslegs húsnæðis eins og fram kemur einnig í meðfylgjandi umsögn frjármálastjóra Reykjavíkur. Staðreyndin er sú að ekkert sveitarfélag í landinu stendur eins myndarlega að uppbyggingu félagslegs húsnæðis og húsnæðis í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og husnæðisfelög sem ekki eru rekin i hagnðarskyni, og Reykjavík gerir. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgasvæðinu kæmu að þessu málum með jafn öflugum hætti og Reykjavík væri hér enginn húsnæðisvandi. Ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er því vísað til föðurhúsanna í einu og öllu,“ segir í færslunni. Að neðan má sjá færslu Heiðu Bjargar og myndina sem hún vísar í í textanum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05