Innlent

Allhvasst á Suðurlandi í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Útlit er fyrir að það taki að hvessa með kvöldinu og er spáð 13-18 m/s syðst á landinu.
Útlit er fyrir að það taki að hvessa með kvöldinu og er spáð 13-18 m/s syðst á landinu. Veðurstofa Íslands
Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir að vindur verði á bilinu 13-18 m/s eftir hádegi með dálítilli rigningu í Vestmannaeyjum og suður af Mýrdalsjökli.

Ráðlagt er að huga að lausamunum og hátíðargestum í Vestmannaeyjum er bent á að festa tjöldin sín kyrfilega niður. Ferðaveður er varasamt fyrir ökutækið með tengivagna, sem eru viðkvæm fyrir vindi, þar sem hviður geta farið í 25m/s í kvöld.

Hvassast verður norðvestan til og syðst á landinu. Skýjað með köflum en súld suðaustantil og stöku skúrir síðdegis um norðanvert landið.

Á morgun er spáð norðaustan átt 10-15 stig um vestanvert landið og suðaustan til en annars hægari vindur. Rigning eða súld norðan-og austanlands en birtir til á suðvestanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):

Norðaustan 10-15 m/s, á vestanverðu landinu og við suðausturströndina, en hægari vindur norðaustantil og á Suðurlandi. Skýjað og dálítil rigning norðan- og austanlands, en bjart með köflum suðvestantil. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á þriðjudag:

Norðanátt, víða 8-13 m/s en 13-18 austast. Rigning á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 9 stig fyrir norðan, en 9 til 14 stig syðra.

Á miðvikudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt en norðvestan 8-13 norðaustantil. Dálítil rigning eða súld norðan- og austanlands, einkum á annesjum, en annars skýjað með köflum. Hiti 4 til 8 stig á norðvestanverðu landinu, en annars 7 til 15 stig og hlýjast á Suðurlandi.

Á fimmtudag:

Fremur hæg suðlæg átt og lítils háttar rigning eða súld suðvestantil en víða bjartviðri norðaustanlands. Hiti 9 til 15 stig að deginum.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning af og til vestanvert landið en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×