Reyna að búa til einstefnu um þjóðveginn í Eldhrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 15:00 Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. Mynd er úr Eldhrauni fyrr í dag. Mynd/Ágúst freyr bjartmarsson Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“ Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02