Tónlist

Nýtt myndband Aphex Twin féll á flogaveikiprófi

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Mynd af Aphex Twin frá árinu 2000.
Mynd af Aphex Twin frá árinu 2000. Vísir/Getty
Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, eða Aphex Twin, gefur út stuttskífuna Collapse 14. september næstkomandi. Minnast má á að sama dag kemur einmitt út „síðasta plata“ Jóhanns Jóhannssonar.

Myndband við fyrsta lagið af stuttskífunni, T69 Collapse, hefur nú verið birt, en það átti að vera frumsýnt á sjónvarpsstöðinni Adult Swim í gærkvöldi áður en í ljós kom að myndbandið stóðst ekki svokallað Harding-próf. Prófið er notað til að meta hvort óhætt sé fyrir flogaveika að horfa á myndefni.

Listrænn stjórnandi Adult Swim greindi frá þessu á Twitter í gær.



Áður hafði birst mjög ólæsileg fréttatilkynning frá plötufyrirtæki listamannsins, Warp Records. Skýrara textainnihald myndarinnar má finna í svörum við tístinu.

Undanfarið hafa birst dularfullar vísbendingar um að ný útgáfa frá Aphex sé á leiðinni víðs vegar um heim.

Á sama tíma og nýja lagið var birt, tísti Aphex Twin sjálfur plötuumslaginu á nýju stuttskífunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.