Innlent

Stefnir í fínt helgarveður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fiskidagurinn Mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík um helgina.
Fiskidagurinn Mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík um helgina. Bjarni Eiríkisson
Landsmenn mega vera nokkuð vongóðir með helgarveðrið ef marka má spákort Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir hægum vindum um helgina, hlýnandi veðri og þá á einnig að vera nokkuð bjart.

Veðrið verður hins vegar ekki jafn spennandi næstu daga. Búast má við norðan- og norðvestankalda í dag og rigningu eða súld með köflum á norðaustanverðu landinu. Annars staðar ætti þó að vera nokkuð bjart.

Það verður svo hægari norðvestanátt og léttir víða til á morgun, en áfram skýjað að mestu fyrir austan og sums staðar dálítil væta.

Hitinn verður á bilinu 4 til 10 stig fyrir norðan en að jafnaði 10 til 17 stig sunnan heiða.



Veðurhorfur á landinu næstu daga



Á fimmtudag:

Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, dálítil væta NA-til, en bjartviðri syðra. Hiti 10 til 16 stig S- og V-lands, en annars 5 til 10 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 10 til 17 stig, svalast með A-ströndinni.

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt, dálitla vætu SV-lands, en annars bjart með köflum og hlýtt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×