Svíi að selja 17 þúsund hektara á Vestfjörðum Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2018 09:36 Jarðirnar eru allar í einu félagi og seljast sem slíkar. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu á staðnum. Árið 2016 komu 311 laxar á land. Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02