Kominn í vandræði vegna ummæla um búrku: „Algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:09 Fjölmargir hafa kallað eftir afsökunarbeiðni vegna ummæla Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkur. Vísir/AFP Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis. Norðurlönd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Skoðunarapistill Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um búrkubannið í Danmörku sem birtist í The Daily Telegraph á mánudaginn hefur vakið hörð viðbrögð, bæði á meðal almennings en einnig innan breska Íhaldsflokksins. Pistillinn ber heitið „Danir hafa ekki rétt fyrir sér. Jú, búrkan er kúgandi og fáránleg – en það samt engin ástæða til að banna hana“. Í pistlinum fjallar hann um lög í Danmörku, sem tóku gildi fyrir rúmri viku, sem banna fólki að hylja andlit sitt í almannarýminu. Hann mærir dönsku þjóðina fyrir frjálslyndi og afslappað viðhorf til lífsins og segir það því skjóta skökku við að banna fullorðnu fólki að klæðast því sem það vill.Það sé fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar Þrátt fyrir að tala gegn banninu var umfjöllun hans um búrku og niqab ansi fjálgleg. „Ég myndi ganga svo langt að segja að það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og póstkassar,“ segir Johnson sem bætir við að ef kona myndi mæta í viðtalstíma til hans með andlitið hulið myndi hann ekki veigra sér við að biðja hana um að fjarlægja andlitsblæjuna til að geta „talað almennilega við hana“. Þá segir hann jafnframt: „Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skóla eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson. Þúsundir fylktu liði víðsvegar um landið 1. ágúst til að mótmæla umdeildum lögum.Hann sagðist þá vera hlynntur takmörkunum en ekki banni. Þannig væri í lagi að vinnustaðir setji fram kröfur um tiltekinn klæðnað. Gæti komist í vandræði innan flokksins Eric Pickles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, segir að það gæti farið svo að Johnson kæmist í vonda stöðu innan flokksins ákveði einhver flokksmannanna að leggja fram formlega kvörtun vegna umfjöllunar Johnson. „Íhaldsflokkurinn hefur margvíslega verkferla og ef einhver leggur fram formlega kvörtun þá fer af stað formlegt ferli.“ Pickles segir þó að það sé frekar ólíklegt að Johnson verði gert að yfirgefa flokkinn en bætir við að það sé aldrei að vita hvernig málin þróist.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé augljóst að með ummælum sínum hafi Boris Johnson sært fólk.Vísir/GettyAugljóst að Johnson hafi sært með ummælum sínum Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefur hvatt Johnson til að biðjast afsökunar vegna þess að ummælin hafi augljóslega sært og móðgað fólk. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við trúum á rétt fólks til að iðka trú sína, og þegar kemur að konum og búrkum og niqab, að þær hafi rétt til þess að velja sjálfar hvernig þær vilja klæða sig,“ segir May.Nigel Farage segir að eftirmálar skoðanapistils Johnsons séu umhugsunarverðir. Hann spyr hvort opinberar persónur megi yfir höfuð segja skoðanir sínar.Vísir/EPAVill að opinberar manneskjur geti sagt skoðanir sínar Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, er ósammála forsætisráðherranum og biðlar til Johnson að standa fastur á sínu. Honum beri ekki skylda til að biðjast afsökunar á því að segja sína raunverulegu skoðun. „Vaknar þá stór spurning: Mega opinberar persónur fá að segja sína raunverulegu skoðun án þess að vera úthrópaðar og þess krafist af þeim að þær biðjist afsökunar? Ég veit ekki hvað Boris ætlar að gera því hann hefur áður beðist afsökunar á ummælum sínum,“ segir Farage. Það sé hans skoðun að Johnson ætti að standa fastur á því það sé stór hópur venjulegs fólks sem sé sama sinnis.
Norðurlönd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent