Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af félaginu Pétri G. Broddasyni ehf. í meira en um áratug. Fréttablaðið/Auðunn Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira