Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Bergþór Másson skrifar 8. ágúst 2018 23:26 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43